Jörð - 01.08.1931, Side 80

Jörð - 01.08.1931, Side 80
78 ANDREA DELFÍN tJör6 Einmitt, herra minn; en ég hefi séð hann, og hina aum- ingjans mennina líka; og öllum ber saman um, að hann s.é sómamaður og hverjum manni lærðari og hafi nótt sem nýtan dag rýnt í forna og hýja sögu Feneyja, og sé ekki ókunnugri lögunum en skolli hænsnakofunum. En ekki þyrfti annað en að sjá hann ganga yfir stræti eða standa á torgi með vinum sínum og halla sér svona upp að súlu og lygna augunum, til þess að fullvissa sig um, að hann var »burgeis« frá fjaðraskúfnum niður að skó- spennunum; og að það, sem hann talaði og aðhafðist gegn Dulardóminum, var ekki almúgans vegna, heldur vegna höfðingjanna sjálfra. En kindinni stendur rétt á sama, herra Delfín, hvort úlfurinn étur hana eða rífur hana í sig. »Er haukur og gleða höggvast, á hænan frið sem snöggvast«. Skoðið þér til! Þess vegna glotti almúginn,^ þegar Dulardóminum voru staðfest öll hans réttindi, og hann ekki fremur en áður neinum skyldugur um reikn- ingskap utan Drottni á efsta degi og samvizku sinni dag hvern. Af hverju hundraði, sem lesið hafa síðustu Maríu- bænina sína á Orfanósíkinu, eru níu tugirnir höfðingja- fólk, en einn tugurinn af almúganum. En setjum nú svo, að lögbrjóta skyldi dæma í ráðinu mikla — þvílík þó end- emi! Það væri að hafa böðlana átta hundruð í stað þriggja«. Það var eins og aðkomumaður ætlaði að svara ein- hverju; en varð aðeins stuttur hlátur úr því, og tók hús- móðirin það sem samþykki. Á meðan kom Maríetta aftur inn með vatnsfat í hendi og reykelsisker, en glóandi dust- hrúgan á því sendi remmi-ilm framan í hana, svo að hún hóstaði og rausaði og nuddaði á sér augun með skringi- legu látbragði. Bar hún reykelsiskerið smáum skrefum meðfram veggjunum fjórum, sem voru krökkir af flugum og mývargi. »Sneypist þið burt, vargarnir ykkar«, kvað hún. »Mannæturnar ykkar, sem eruð verri en læknar og lög- fræðingar. Þið látið eins og ykkur langi til að gæða ykk- ur á fíkjum og kýpurvíni í nótt, en hugsið gott til glóð- arinnar að bora eftir blóði á andlitinu á höfðingsmannin-

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.