Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 48
40
ÁSTIR
[Jörð
Stgr. Matthíasson læknir í ritfregn um »Hjónaástir«.
Náttúran er svo sem sett í öndvegið á vorum dögum — í
orði kveðnu a. m. k.------en það vildi ég, að hún þrifi
kórónuna úr höndum þessara kaldrifjuðu dýrkenda, sem
þykjast eiga með að krýna hana, og setti hana á höfuð
sér sjálf — í þjóðlífi nánustu framtíðar.
Vér, er stöndum að tímariti þessu, höfum vorar skoð-
anir á, hvað ást sé. Þær eru sprottnar af hugboði æsku
vorrar; hafa eins og gerist gengið gegnum elda reynslu
og — sem sjaldgæfara mun — innfjálgrar athyggju.
Dirfumst vér því að boða þær öðrum, að vér þykjumst
þess fullvissir, að almennur skilningur í þá átt, sem vér
teljum oss hafa öðlast, myndi liðka um ýmsan vanda,
greiða fyrir tímabæru frelsi, styrkja málstað ástarinnar
meðal manna.
Af því, er vér sögðum fyr í grein þessari, að ást ,sé auk-
in hlutdeild í hinum guðdómlega huga og því glögg-
skyggn, hefði mátt ráða, að vér teljum ekki allt ástir,
sem stundum er nefnt svo. Jafnframt mátti af greinar-
upphafinu sjá, að vér notum orðið í mjög víðtækri merk-
ingu. Ástir eru af ýmissi gerð eftix mismunandi upp-
runa: móðurást, sjafnarást, ættjarðarást o. s. frv. Eitt
er sa/meiginlegt með öllum »ústum« og það ústin sjúlf,
sevi æ er hin sama: hæfileiki til að lita ú hið elslcaða frú
guðdómlegu sjónarmiði — takmörkuð hlutdeild í hinum
guðdómlega huga. Hæfileiki þessi hinn dúsamlegi er vak-
inn manna ú milli við gagnkvæma, djúpa einlægni, eins og
áður er vikið að. Emlægni sú vekst af margshúttar til-
efnum, og eiga hin helztu þeirra djúpar og víðfeðmar
rætur í eðli manna: móðerni, sjöfn, félagslyridi ungra
ma/nna o. s. frv. Ástin er æ ein og hin sama, en ilmur
hennar með ýmsu móti eftir hugðum þeim, sem hún er
sprottin upp af og tengd. Þannig er sama ástin í »ástum«
Davíðs skyggna og Súsönnu, Þórðar Kárasonar og Berg-
þóru, en »vináttu« Davíðs og Jónatans og, að því er virð-
ist, — jafnvel hunds og manns.
Munum vér e. t. v. áður en langt um líður leitast við að
gera nánari grein fyrir ályktunum, sem af þessu í sam-