Jörð - 01.08.1931, Side 11

Jörð - 01.08.1931, Side 11
TRÚIN í JESÚ NAFNI 9 Jörð] ir elska hver annan í heilagleilca og frelsi; — heilagleika og frelsi! mikið er það fyrirheit! Á einhvern ósegjanleg- an gleðilegan hátt á allt skapað og áskapað á Jörðinni fyrir sér að helgast í aðaldráttum, innstu rótum skoðað. Þetta höfum vér lært sem lærisveinar Jesú Krists; öðlast trú á fyrir hans heilaga anda. Svo að vér snúum oss að hinni guðrælcilegii trú, þá er- um vér þess fullvissir, að afstöðu Guðs lærum vér einnig að þekkja í nafni Jesú Krists á þann hátt, er öllu öðru fremur lífgar, er hann kennir oss að þekkja Hann sem Föður — vorn. Með þessa þeklcingu — hvort heldur er á Guði eða til- verunni, sem hann hefir skapað, — sem vér höfum öðlast fyrir Jesú Krist, verðum vér færir um, sömuleiðis fyrir Krist, að taka á móti trúnni, — sem er ekkert annað en að andi lífsins fæðist í líkama þekkingarinnar. Á M E Ð A N vér treystum sjálfum oss, blindri heppni, fjármunum, eða öðrum hlutum og þess háttar; á meðan vér lítum á mikið og þó ekki sé nema nokkuð af sköpun- arverkinu og eðlilegum hlutum og hlutverkum, sem í því finnast, svo sem laust við heilagleika í sjálfu sér, — þá verður hin náttúrlega trú aldrei fyllilega eðlileg né al- hliða né örugg; getur hún þó að vísu komið fram í göfug- um og glæsilegum myndum innan um og saman við. Á meðan vér lítum á Guð á annan hátt en Jesús kennir oss; lítum ekki til hans í barnslegri elsku, stórhuga trúnaðar- trausti og auðsveipni, þá verður hin guðrækilega trú vor heldur ekki vel eðlileg né alhliða né örugg. ósamtök verða milli náttúrlegrar trúar og guðrækilegrar (andlegrar) ; jafnvel fullt ósamræmi. Guðrækinn maður lítur oft smá- um augum á það, sem náttúrlegt er (og hinn náttúrlega í þokkabót) ; afneitar því jafnvel alveg; oft ber líka á veiklulegri hræðslu við það. »Hinn náttúrlegi« lítur á það, sem guðrækilegt er, sem óeðlilegt, óheilbrigt og ó- þolandi (og »þolir« þá heldur ekki hinn guðrækna). Slík- ar eru öfgarnar jafnt með stórmennum mannkynssög- unnar sem hversdagsmönnum.

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.