Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 30
28
TÍDÆGRA
[Jörð
ir eyðslunni, þá tóku þeir að selja af eignum sínum og
veðsetja, og fyr en varði voru þeir hér um bil að þrotum
komnir. Opnaði fátæktin þá augu þau, sem svo lengi
höfðu blinduð verið af allsnægtum. Lambertó kallaði því
dag nokkurn bræður sína fyrir sig og setti þeim fyrir
sjónir í hvílíkri velmegun og virðingu þeir höfðu lifað
með föður þeirra heitnum, og því næst gínandi fátækt-
ina, sem þeir höfðu steypt sér í með óreglu; að lokum
skoraði hann á þá hið einbeittlegasta að snúa við, áður
en féleysi þeirra yrði enn opnberara, selja þetta litla,
sem þeir áttu eftir og hverfa af landi burt.
Varð og þetta úr. Fóru þeir frá Flórens án þess að
kveðja »kóng eða prest« og linntu ekki fyr en þeir komu
til Englands. Leigðu þeir sér lítið hús í Lundúnaborg og
tóku að lána út peninga í smáum stíl. Og þar eð heppnin
var með þeim, en þeir hinsvegar framúrskarandi aðsjálir
á allt, er þeir létu af hendi rakna, þá græddist þeim brátt
fé að nýju. Að nokkurum árum liðnum fluttust þeir svo
hver af öðrum heim til Flórens aftur, og keyptu þar flest-
ar fasteignir, sem þeir höfðu áður átt og nýjar í viðbót,
og kvæntust allir. Héldu þeir áí'ram peningaverzlun sinni
í Englandi og settu yfir ungan systurson sinn, Alessandró
að nafni.
í Flórens týndu þeir öllu niður, sem þeir höfðu lært af
fyrri sjálfskaparvítum sínum, og var óhóf þeirra engu
minna en fyr, þó að þeir ættu nú bæði fyrir konum og
börnum að sjá. Gekk þetta furðanlega í fáein ár, því
kaupmenn allir höfðu mesta traust á þeim og lánuðu þeim
eftir vild, en Alessandró græddi of fjár fyrir þá, með því
að lána enskum stórhöfðingjum peninga gegn veði í
kastölum og öðrum fasteignum.
En þá rak að óvæntum atburðum í Englandi, sem tóku
alveg fyrir peningasendingarnar þaðan. Varð þar innan-
landsstyrjöld milli konungs og eins sona hans og skiftist
öll þjóðin til fylgis Við hvorn þeirra. Þóttist þá enginn
orðinn skyldugur Alessandró um neitt og hafði hann
heldur ekkert af veðunum, með því að allt var í hers
höndum. Dvaldi hann þó enn í landinu um hríð í þeirri