Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 19
í GAMLA DAGA
17
Jörð]
í gamla daga.
i—ii
Eftir Eyjólf hreppstjóra G-uðmwidsson á Hvoli í Mýrdal.
Að traða — i tröðinni.
E F L A U S T er langt síðan, að bændur kunnu að
meta gildi áburðar, þó að misjafnlega hafi þeim tekizt
að hirða hann. Þegar ég var unglingur í Eyjarhólum,*)
á árunum 1875—88, var áburður allur hirtur þar mjög
vel, nema hvað hann var ekki geymdur undir þaki. Meðal
annars, sem gert var þar til áburðaraukningar, var að
traða öll hross á sumrin, og hirða svo vel áburðinn úr
tröðinni. Var tröðin venjulega mokuð út eftir vikuna og
haugurinn orpinn moldu.
Flestum þótti skemmtilegt verk að traða hrossin fram-
an af sumri; — þegar kom fram á slátt, var minna eftir
því sótt. Þá vannst enginn tími til að fara að smala sam-
an hrossunum fyr en komið var harða kvöld, og í myrkri
lentu tröðunarmennirnir þá allt af. Síðastir komu þeir
heim og máttu ekki vera myrkfælnir.
Hrossahagar Péturseyjar lágu að hrossahögum Sól-
heimajarða,**) skildi þar milli lítil læna. Gengu hrossin
því saman og á víxl í land Péturseyjar og Sólheima. Kom
þá oft fyrir að Sólheimingar tóku hrossin frá Eyjarhól-
um og tröðuðu þau hjá sér, þegar þau voru í Sólheima-
landi. Og hið sama gerðu Eyjarhólamenn, þegar Sól-
heimahrossin voru í þeirra landi á þeirp, tíma, þegar reka
skyldi í tröðina. Af þessu leiddi kapp milli nágrannanna,
að verða fyrri til að traða, og safna sem flestum hross-
um í tröðina hjá sér. Lenti hrossasmölunum þá stundum
saman og hrifsuðu hrossin hverjir af öðrum, eftir því er
þeir orkuðu; voru þá reyndir klárarnir og notaðir hund-
arnir. í Eyjarhólum var hundur, er Skuggi hét, mórauð-
*) Eyjarhólar eru partur úr Pétursey, sem er fleirbýlisjörð í vest-
anverðum Mýrdal. (Sjá herforingjaráðsuppdráttinn).
**) Sólheimar er margbýlisjörð vestast í Mýrdal.