Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 9
TRÚIN í JESÚ NAFNI
7
Jörð]
an hégóma. Og þó er öll hin geysilega og fjölskrúðuga
framför síðustu mannsaldra á þeim byggð. Svipað er far-
ið efnum þeim, sem hér um ræðir. Lífs- og heimsskoðun
alþýðumanns, sem hann hefir krufið til mergjar heim-
spekilega, guðfræðilega (eða hvað vér viljum kalla það)
eí'tir því, sem efni eru til, — hún er líkleg til að hafa á-
hrif á skoðunarhátt hans og breytni í hvívetna; og það
enda svo, að ekki verður fyrir séð, hvar staðar -nemur.
Dyrnar opnast — og vér göngum inn, hlýðnir hugboði.
Vér leyfum oss þá, að hefja viðræðu þessa við lesand-
ann með því að benda á, að skifta megi allri trú í tvær
deildir, og kalla aðra náttúrlega, en hina guðrækilega.
Um leið leyfum vér oss að halda því fram, að ekki verði
að óreyndu synjað fyrir, að komizt verði inn á lífrænustu
atriði út frá skraufþurri skiftingunni. — Grænar jurtir
og tré ummynda kolsýru úr loftinu, en vatn og önnur ó-
lífræn efni úr jörðinni til lífrænnar samsetningar; er sú
hin óhjákvæmilega undirstaða alls dýralífsins — mann-
legs lífs á Jörðinni. Kenningar þær, sem hér verða flutt-
ar, mega teljast sem kolsýra og vatn og önnur ólífræn
efni. En »efnagerðin hið innra með yður« — í þetta skifti
hin sálræna deild hennar — mun vissulega geta »breytt
steinum þessum í brauð«, — ef að marka má af eigin
reynslu vorri, þó að lítil sé.
S VO að vér snúum oss nú fyrir alvöru að efninu, þá
viljum vér taka fram sem næsta stig greinargerðar vorr-
ar, að hvorttveggja trúin, hin náttúrlega og hin guðræki-
lega, hafa fylgt mannkyninu svo langt sem sögur ná; hin
náttúrlega trú á rætur sínar alla leið niður í dýraríkið.
Hún er t. d. sjálfstraust, traust manna á milli, trú á
heppni, trúnaðartraust og öi'uggleikainnblástmr — að
því leyti, sem þetta kemur fram sem einskonar eðlishvöt,
án sambands við trú á Guð; ennfremur trœust á náttúru-
lógmálin og hugsanalögmálin. Guðrækileg trú er trú sú,
er beinist að hugmyndinni um Guð eða guði. Báðar þess-
ar tegundir trúar virðast algerlega eðlilegar manninum;
báðar eru til í heilbrigðum sem óheilbrigðum myndum.