Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 9

Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 9
TRÚIN í JESÚ NAFNI 7 Jörð] an hégóma. Og þó er öll hin geysilega og fjölskrúðuga framför síðustu mannsaldra á þeim byggð. Svipað er far- ið efnum þeim, sem hér um ræðir. Lífs- og heimsskoðun alþýðumanns, sem hann hefir krufið til mergjar heim- spekilega, guðfræðilega (eða hvað vér viljum kalla það) eí'tir því, sem efni eru til, — hún er líkleg til að hafa á- hrif á skoðunarhátt hans og breytni í hvívetna; og það enda svo, að ekki verður fyrir séð, hvar staðar -nemur. Dyrnar opnast — og vér göngum inn, hlýðnir hugboði. Vér leyfum oss þá, að hefja viðræðu þessa við lesand- ann með því að benda á, að skifta megi allri trú í tvær deildir, og kalla aðra náttúrlega, en hina guðrækilega. Um leið leyfum vér oss að halda því fram, að ekki verði að óreyndu synjað fyrir, að komizt verði inn á lífrænustu atriði út frá skraufþurri skiftingunni. — Grænar jurtir og tré ummynda kolsýru úr loftinu, en vatn og önnur ó- lífræn efni úr jörðinni til lífrænnar samsetningar; er sú hin óhjákvæmilega undirstaða alls dýralífsins — mann- legs lífs á Jörðinni. Kenningar þær, sem hér verða flutt- ar, mega teljast sem kolsýra og vatn og önnur ólífræn efni. En »efnagerðin hið innra með yður« — í þetta skifti hin sálræna deild hennar — mun vissulega geta »breytt steinum þessum í brauð«, — ef að marka má af eigin reynslu vorri, þó að lítil sé. S VO að vér snúum oss nú fyrir alvöru að efninu, þá viljum vér taka fram sem næsta stig greinargerðar vorr- ar, að hvorttveggja trúin, hin náttúrlega og hin guðræki- lega, hafa fylgt mannkyninu svo langt sem sögur ná; hin náttúrlega trú á rætur sínar alla leið niður í dýraríkið. Hún er t. d. sjálfstraust, traust manna á milli, trú á heppni, trúnaðartraust og öi'uggleikainnblástmr — að því leyti, sem þetta kemur fram sem einskonar eðlishvöt, án sambands við trú á Guð; ennfremur trœust á náttúru- lógmálin og hugsanalögmálin. Guðrækileg trú er trú sú, er beinist að hugmyndinni um Guð eða guði. Báðar þess- ar tegundir trúar virðast algerlega eðlilegar manninum; báðar eru til í heilbrigðum sem óheilbrigðum myndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.