Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 23
Jörð]
í GAMLA DAGA
21
Vestmannaeyjum. Skipshöfnin á »Pétursey« var vanalega
19—20 manns; var búizt við henni allri hinn tiltekna
dag. Undirbúningur var allmikill heima fyrir. Borð og
bekkir reistir í stofunni, sem naumast rúmaði svo marga
menn. En þar skyldu þeir nú vera og var öllu komið í lag,
áður en skipshöfnin kæmi frá sjó. Hangikjöt, brauð og
smér var lagt á borðin og til frekara hnossgætis var kakk-
þykkur grjónagrautur borin inn í trogum. Var fjórum til
fimm mönnum ætlað að borða úr hverju trogi.
Um miðmundaleyti sást til sjómannanna; þeystu þeir
heirn vestan/Sólheimasand og reyndu klárana. Var í þeim
kapp mikið og málaglamur, og bar margt þess vott, að
þá þegar var hrófveizlan byi-juð. Við setninginn hafði
formaðurinn hresst þá ögn og haldið þeim við á heini-
leiðinni. Formaðurinn átti hest góðan, sem hét Mó-
skjóni. Var hann allra hesta beztur hér eystra og þoln-
astur. Þurfti enginn að reyna sig við hann. Sjómaður
var í Eyjarhólum, er Árni hét; átti hann fola Ijósbleikan
að lit, dágott hestefni, sem hann lét mjög af og hældist
um, að mundi ekki dragast aftur úr Móskjóna. Aldrei
höfðu þeir verið reyndir saman. Nú bar vel í veiði til
þess. Móskjóni skeit*) óðara Bleikaling, og svo rösklega,
að hann sendi Árna stein undan hófi sér — beint í nefið;
var það svo snart steinshögg, að dreyrði úr. Að þessu var
gert mikið gabb. Söfnuðust allir utan um Árna og Bleika-
ling, og lenti þegar í róstum og orðahnippingum.
Þegar tími var til að ganga til snæðings, raðaði for-
maður hásetum í sæti. Æsktu þá ýmsir þess að fá að vera
við sama trogið, og var það látið eftir. En um leið og mál-
tíð byrjaði, var hverjum einum rétt eitt staup af brenni-
víni. Glaðnaði þá brátt yfir borðum, og skemmtu menn
sér við samræður, meðan á máltíð stóð, og kepptust við
að taka sem drýgst »árinni« í grautartrogimum. Fóru nú
að koma raddir um, að þurt væri í kverkum og ágjöf eng-
in — þegar svona vel væri róið, dygði ekki að hafa þurra
*) Þegar hestur þeysti fram úr í kappreið, var það kallað, að hann
»skiti« hinum, er síðari urðu. E. G.