Jörð - 01.08.1931, Síða 23

Jörð - 01.08.1931, Síða 23
Jörð] í GAMLA DAGA 21 Vestmannaeyjum. Skipshöfnin á »Pétursey« var vanalega 19—20 manns; var búizt við henni allri hinn tiltekna dag. Undirbúningur var allmikill heima fyrir. Borð og bekkir reistir í stofunni, sem naumast rúmaði svo marga menn. En þar skyldu þeir nú vera og var öllu komið í lag, áður en skipshöfnin kæmi frá sjó. Hangikjöt, brauð og smér var lagt á borðin og til frekara hnossgætis var kakk- þykkur grjónagrautur borin inn í trogum. Var fjórum til fimm mönnum ætlað að borða úr hverju trogi. Um miðmundaleyti sást til sjómannanna; þeystu þeir heirn vestan/Sólheimasand og reyndu klárana. Var í þeim kapp mikið og málaglamur, og bar margt þess vott, að þá þegar var hrófveizlan byi-juð. Við setninginn hafði formaðurinn hresst þá ögn og haldið þeim við á heini- leiðinni. Formaðurinn átti hest góðan, sem hét Mó- skjóni. Var hann allra hesta beztur hér eystra og þoln- astur. Þurfti enginn að reyna sig við hann. Sjómaður var í Eyjarhólum, er Árni hét; átti hann fola Ijósbleikan að lit, dágott hestefni, sem hann lét mjög af og hældist um, að mundi ekki dragast aftur úr Móskjóna. Aldrei höfðu þeir verið reyndir saman. Nú bar vel í veiði til þess. Móskjóni skeit*) óðara Bleikaling, og svo rösklega, að hann sendi Árna stein undan hófi sér — beint í nefið; var það svo snart steinshögg, að dreyrði úr. Að þessu var gert mikið gabb. Söfnuðust allir utan um Árna og Bleika- ling, og lenti þegar í róstum og orðahnippingum. Þegar tími var til að ganga til snæðings, raðaði for- maður hásetum í sæti. Æsktu þá ýmsir þess að fá að vera við sama trogið, og var það látið eftir. En um leið og mál- tíð byrjaði, var hverjum einum rétt eitt staup af brenni- víni. Glaðnaði þá brátt yfir borðum, og skemmtu menn sér við samræður, meðan á máltíð stóð, og kepptust við að taka sem drýgst »árinni« í grautartrogimum. Fóru nú að koma raddir um, að þurt væri í kverkum og ágjöf eng- in — þegar svona vel væri róið, dygði ekki að hafa þurra *) Þegar hestur þeysti fram úr í kappreið, var það kallað, að hann »skiti« hinum, er síðari urðu. E. G.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.