Jörð - 01.08.1931, Page 27

Jörð - 01.08.1931, Page 27
Jörð] SAMLÍF ÞJÓÐAR VIÐ NATTÚRU LANDS SÍNS 25 hraust; ónæmt gagnvart smákvillum, er berast að utan; þrekmikið til að veita viðnám þungum sóttum. Því þjóð, sem þannig er uppfædd, verður ekki uppnæm fyrir léleg- um áhrifum, sem í sífellu berast að henni utan úr »hin- um stóra heimi«. Og á reynsludögum, örlögþrungnum tímamótum mun hún reynast tápmikil að bjarga sér; lið- tæk í flokki hins fagra, góða, heilbrigða. Hins vegar hlýt- ur og að gæta áhrifanna í öllu, erþjóðin skapar; elurbörn ^ sín upp viðogleggur til málanna í samlífi þjóðanna. Jafnt í sköpun sem viðhorfi birtast eða leynast áhrifin af nátt- úru lands hennar á hana. Þau ráða miklu um heilsu henn- ar og hreysti. Þau ráða miklu um þjóðarsvipinn. Og þau ráða miklu um þjóðarsöguna. Áhrif náttúrunnar eða skortur á slíkum áhrifum----allt kemur til skila. Það virðist ekki geta farið milli mála, að þar sem samlífið við náttúru landsins er vanrækt, hvort heldur er af þjóð í heild eða einhverjum verulegum hluta henn- ar, þar muni að ræða um lýð, er svo megi að orði kveða um, að sé tiltölulega rótlaus í tilveru sinni. Skemmdur á brjóstviti og líkamlega veiklaður er hann leiðitamur til æsinga og hneigður til hvers kyns spillingar, en hefir ekkert frumlegt, persónulegt að leggja til mannkynsþarf- anna; veiðir sorann ofan af straumunum, sem að ber- ast, og sendir aftur frá sér óholl áhrif víðsvegar. Svo má í aðaldráttum hugsa sér slíkt þjóðfélag eða þjóðarbrot, einkum hafi samlífið við náttúru landsins verið vanrækt kynslóðum saman. Munu sæmilega glögg dæmi finnast þessa, þó að ekki verði hér fram talin. MENNINGIN vex hröðum skrefum eða e. t. v. réttar sagt: heldur þroskaferil sinn áfram með vaxandi hraða. Mannkynssagan gefur í skyn, að þroskaferill sá muni ekki eiga sér ýkjalangan aldur enn þá. úrkynjun, hrörnun verði í lokin; menningin líði mikið til undir lok í margskonar spillingu, ófrið og eymd. Fimbulvetur og Ragnarök séu óumflýjanleg örlög allrar menningar. Mannkynssagan gefur þetta í skyn. Við útsýn yfir menn- ingarástand þjóðanna nú á dögum, setur geig að skoð-

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.