Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 32
30 TíDÆGRA [Jörð
sinni var við Alessandró, er hann kom í námunda við
hann.
Alessandró var enn á unga aldri, vel vaxinn og fríður
sýnum og jafnframt manna kurteisastur og viðfeldnast-
ur í viðmóti, enda leyndi það sér ekki, að ábótinn varð
hrifinn af honum; kallaði hann hann til sín og gaf sig á
tal við hann; spurði hann hver hann væri, hvaðan hann
kæmi og hvert hann ætlaði. Alessandró leysti greiðlega úr
'því öllu og lýsti yfir því, að hann væri reiðubúinn til að
gera honum hvern þann greiða, sem hann væri umkom-
inn, en að vísu- væri ekki af miklu að láta. Þegar ábótinn
heyrði skýra og góðgjarnlega ræðu hans, leizt honum enn
betur á hann og hugsaði með sjálfum sér, að þrátt fyrir
lítilmótlegt starf, þá hlyti hann að vera maður kynbor-
inn; og fullur meðaumkunar með honum vegna mótlætis
þess, er hann hafði ratað í, hughreysti hann hann með
hlýlegum orðum; fullvissaði hann um, að Guð myndi bæta
honum allt og fram yfir það, ef að hann viki ekki af vegi
di*engskapar. Lauk hann máli sínu með því að bjóða hon-
um að vera áfram samferða, með því að þeir ættu leið
saman. Þakkaði Alessandró ábótanum vinsemd hans og
bað hann hiklaust nota sér hverja liðsemd, sem hann gæti
af honum haft.
Er þeir höfðu ferðast þannig nokkura daga, vildi það
til að þeir komu ásamt fylgdarliði ábótans í lítinn kaup-
stað, þar sem fátt var um gististaði. En með því að ábót-
inn vildi endilega lenda þar, þá fór Alessandró með hann
í lítið gistihús, er hann var kunnugur, og lét búa um hann
í skársta herberginu í húsinu. Var Alessandró, sem var
þaulvanur ferðalangur, þá þegar orðinn nokkurs konar
yfirráðsmaður hjá ábótanum, og kom hann nú fylgdar-
liði hans fyrir í nágrenninu, eftir því sem bezt varð við
komið.
Þegar ábótinn hafði snætt kvöldverð og komið var
fram á rauða nótt, enda allir gengnir til náða, spurði
Alessandró gestgjafann hvar hann ætlaði sjálfum honum
rúm. »Svei mér ef ég veit«, anzaði gestgjafinn. »Sjálfur
veiztu, að öll rúm eru skipuð, og að ég verð ásamt fólki