Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 67
Jörð] BJÖRGUN ÚR DAUÐADÁI 65
að geta fært hann í þur föt. Síðan er þörf að koma hon-
um til næsta bæjar og hátta hann niður í hlýtt rúm, bezt
að yla ullarteppi, til þess að hafa næst honum. Um leið
og hann er afklæddur, er gott að núa hann stuttan tíma,
áður en hann er vafinn í teppið; sé manninum kalt, þarf
nú líka að láta heita brúsa með hliðum og við fætur, svo
að fullu gagni komi, ef hann kann aðferðina.
Ég held ég' hafi nú sagt ykkur það sem mest er um vert
að vita, en ég vil endurtaka það, að á því ríður að vera
snarráður og eyða ekki fyrsta og dýnnætasta tímanum
í fálm og ráðaleysi. Það er oft hægt með því móti að
bjarga lífi þeirra, sem annars mundu deyja.
Þ A Ð er til annarskonar dá, en dauðadá, því má skifta
í tvennt, þegar það er stutt, köllum við það yfirlið, en sé
það langt, þá meðvitundarleysi.
Meðvitundarleysi kemur fyrir við ýmsa sjúkdóma t. d.
með háum hita, við heilahristing', slag, niðurfallssýki
(slagaveiki), heilabólgu, nýrnabólgu og ýmsar eitranir
t. d. alkóhol og ópíum. I þessum tilfellum er allt af ástæða
til að leita læknis og ætla ég því ekki að fara fleiri orðum
um það, en vil lítillega tala um stutt meðvitundarleysi eða
yfirlið. Yfirlið getur stafað af þreytu og slæmu lofti, af
skyndilegri hræðslu, sársauka, blóðmissi og líka af veikl-
un eftir sjúkdóma. Ég býst við að þið hafið flest séð líða
yfir menn. Það er venjulega hættulítið og engin ástæða
til að æðrast. Oft er það að menn finna sjálfir þegar yfir-
iið er í aðsigi, og dugir þá að beygja sig vel niður til þess
að fá blóðsókn að höfðinu, eða sem bezt er, að leggjast
flatur á bakið. Stundum sjá þeir, sem við eru staddir, að
maðurinn fölnar skyndilega upp og er þá þörf að grípa til
sömu ráða, að beygja höfuð hans niður á milli fóta og
dugi það ekki, þá að leggja hann flatan, þar til aðsvifið
er liðið hjá. Mest er um það vert að verja manninn falli,
svo að hann ekki meiðist. En sé maðurinn dottinn áður en
að er gætt, þá á að hagræða honum þannig, að hann liggi
á bakinu með höfuðið lágt, losa um föt og ef þau þrengja
5