Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 47
Jörð] ÁSTIR 45
konu, er innibindur í sér samfarir eða myndi eðlilega
leiða til samfara. Af framanskráðu mætti láta sér detta
í hug, að í raun og veru sé það ekki rétt notkun orðsins.
Það samlíf og þær hugðir yfirleitt, sem til þess leiða,
mætti kenna til »sjafnar«, sem er gott íslenzkt orð og not-
að í Snorra-Eddu um gyðju þess háttar samlífs og hugða,
og mun þó ekki þarflaust að skilgreina nánar nú þegar.
Því hér er um meira en orðaleik að ræða. Hér er að ræða
um róttækan skilning eða misskilning á því, hvað ást er
— lifanda líf.
Þegar ég var unglingur í gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri, var einhverju sinni til umræðu í bekkjarfélagi mál-
efnið »hvað er ást?«. Var þá eingöngu átt við kynferðis-
lega mótaða ást milli karls og konu. Voru sumir, er þótt-
ust reyndir og ráðnir, þeirrar skoðunar, að ekki væri
nein réttnefnd ást til á þeim vegum, heldur væri þar ein-
tómt segulspil andstæðra kynja. Hinar hugljúfu sögur um
Sigrúnu á Sunnuhvoli, Davíð skyggna og þvílíkar væru
falsanir, gyllingar staðreynda. Aðrir tóku svari hinnar
fornu hugsjónar; gátu ekki fengið af sér að afneita hinu
Ijúfa hugbo|ii sínu; hafa og sumir e. t. v. talað af
reynslu. Var ég einn þeirra, er trúðu betur Davíð
skyggna, en kaldrifjaðri vizku sumra bekkjarbræðranna.
Oss er ekki grunlaust um, að brúðuleikur okkar í bekkj-
arfélaginu sé í rauninni sönn mynd af lífinu — þjóðlíf-
inu. Skoðanirnar um, hvað »ást« sé og þess háttar, eru
ekki einungis misjafnar, heldur og örlagaþrungin til-
finningamál. Á öllum tímum hafa verið til kaldrifjaðir
fríhyggjumenn, sem boðuðu almúganum, að »ástin sé
girnd og ekki nema girnd«, eins og það var orðað í ung-
æðislegri kappræðu okkar skólapiltanna. Fram að þessu
hefir sú skoðun þó enganveginn náð almennri viðurkenn-
ingu, enda venjulega léttúðlega flutt. öðru máli gegnir
um nútímann. Alvarlegir menn og jafnvel góðgjarnir
flytja nú speki þessa eða þvílíka í fyrirlestrasölum há-
skólanna og rita bækur um það; blöð og samkvæmislíf
eru gegnlituð af því. »Það er eins og fátt þyki nú hafa
rétt á sér við hliðina á ástalífi unga fólksins«, segir