Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 52
50 HVAÐ HEFÐIR ÞÚ GERT í ÞESSUM SPORUM? [Jörð
hann tók að drekka, og kom þá stundum svo drukkinn
heim, að ég varð að hátta hann; en hann tók utan um
mig og kyssti mig og kjassaði og nefndi nafni hinnar
konunnar.
En ég elskaði hann og hafði einsett mér að sigra, eða
falla að öðrum kosti; fór því þrákelknislega mínu fram.
Mér duldist ekki, að heilsu hans var hætta búin af vand-
ræðum þessum, en ka?rði mig. ekki um að taka við honum
sem heilsuleysingja eða vesaling úr höndum hinnar kon-
unnar; tók ég því í laumi til að verja heilsu hans. Mat-
reiddi ég honum ekki aðra fæðu en auðmelta, og hélt í við
hann. Væri hann heima á laugardagskveldi eða sunnu-
degi, færði ég honum eggjamjólk á fárra stunda fresti.
Lóu litlu kom ég til að kjassa hann til, að taka hana með
sér í útigöngur, en fór þá sjálf með og ýtti vagni hennar,
rétt eins og hann hefði boðið mér til göngunnar; og enda
þótt hann yrti ekki á mig orði, þá masaði ég með ánægju-
svip um hvað eina. Undir niðri gætti ég þess, að hann
þreytti sig mátulega; sama var honum.
Starf hans tók að líða baga. Var þá oft hringt til okk-
ar af skrifstofunni, þar sem hann vann, og spurt, hvort
hann væri veikur; hygg ég, að ég hafi þá ósjaldan bjarg-
að stöðu hans, er ég vissi til hans hjá hinni konunni.
Stundumhafðihúnfrekjutilaðhringjaheimtil hans. Kall-
aði ég þá á hann í símann eins ljúflega og til systur hans
væri. Ég get mér til, að þá hafi hún verið orðin óþolinmóð
að bíða hans; því ávalt var eins og þau væru eitthvað
að þrefa í símanum; en hann kom önugur til stofu og
lét það allt bitna á mér. Ekki lét ég það á mig festa —
ekki fremur en »vinsamlegar« bendingar vina minna. Ég
þraukaði af hamfarir móður minnar (hún vildi endilega,
að ég skildi við óla). Ég þoldi meira að segja móðgunar-
yrði hans, er hann sagði: »Ég hefði haldið stærilæti þitt
meira en svo, að þú hefðir lund í þér til að hanga í manni,
sem hvorki vill heyra þig né sjá«. Stærilæti! Ég hafði ást
til að bera!
Þetta er nú rétt til dæmis um, hvað ég varð að þola.
Hver varð þá árangurinn? Ég hafði sigur — með því