Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 66
04 BJÖRGUN ÚR DAUÐADÁI [Jörð
inu og það verður að vaka yfir honum næstu 24 tíma*) og
það verður maður að gera, sem undir eins getur gert önd-
unarhjálp, ef á þarf að halda: ef öndun eða hjartastarf-
semi fer að verða veiklað. Ef rúmið er hart undir, má
gera öndunarhjálp þar, en verður annars að taka sjúkl-
inginn niður á gólf til þess. Það hefir komið fyrir, að
svona sjúklingar hafa verið yfirgefnir í bezta ástandi og
talið sér líða vel, en svo verið dánir, þegar komið var til
þeirra aftur.
Það ættu sem flestir að æfa öndunarhjálp, og helzt að
rifja hana upp fyrir sér einu sinni á ári. Þeir, sem hafa
æft hjálpina verða öruggari og vissari í því, hvað gera
skal; en annars tel ég, að hver handlæginn maður geti
gert hana.
Lífsmark sést oft fyrst á því, að maðurinn geispar,
sogar andann sjálfur eða hreyfir sig lítið eitt. Þá geta
sumir farið að núa manninn, fætur og handleggi, til þess
að fá blóðið í hreyfingu og hita í líkamann; svo má setja
við hann heitar flöskur, í handarkrika, milli læra og við
iljar. Núið skal upp á móti í stefnu að hjartanu. öndun-
ai-hjálp verður að halda áfram dálítið eftir að fyrsta lífs-
mark sést; svo má hætta í bili og sjá hvort maðurinn get-
ur þá andað sjálfur. Andardrátturinn er oft nokkuð ó-
reglulegur í byrjun, en það þarf ekki að vera svo hættu-
legt, ef ekki verða löng hlé á milli. Ef maðurinn andar nú
áfram, liggur næst fyrir að núa hann ef það er ekki þeg-
ar búið. Það er gert utan yfir fötum; núið nokkuð kröft-
uglega: fætur, bak og handleggir. Þegar því er lokið, —
en til þess er hæfilegt að nota 3—5 mínútur, — þá getur
verið gott að gefa honum eitthvað sem hitar: heitt kaffi,
brennivín, Hoffmanns- eða kamfórudropa í teskeið af
vatni, 20—30 dropa fullorðnum, 5—15 dropa börnum eft-
ir aldri (1 dropa á ár). En fyrst verður að ganga úr
skugga um, að sjúklingurinn geti kyngt; það má með því
að láta 2 dropa detta upp í hann. Ekkert má gefa inn,
fyr en víst er að maðurinn geti rennt því niður. Gott er
*) Nema læknir hafl sagt haim úr allri hættu.