Jörð - 01.08.1931, Page 15

Jörð - 01.08.1931, Page 15
Jörö] LÍKAMSRÆKT Í3 augum uppi. Hitt viljum vér taka fram nú þegar og leggja áherzlu á, að átakanlegt tómlæti og þelckingarleysi ræöur svo aö segja litgum og lofum um raunverulega af- stööu flestra til ræktunar þessara ómetanlegu eigin- leika. Má segja, að þar sé nú almennt að mestu leyti látið reka á reiðanum í landi voru. Meira að segja mega lækn- ar og skólar teljast mikið til sinnulausir um líkamsrækt almennings — og býst ég að vísu við, að víðar sé pottur brotinn, en hér á landi. Því það litla, sem aðiljar þessir hafast að hér í efni, má flest heita kák eitt, hvað helzt hæft til að setja óorð árangursleysisins á alla slíka við- leitni. Ámælisvert er þetta þó ekki. Það er hið eðlilega tvístig byrjandans. Hins vegar er hin sárasta þörf á, aö alþýöa manna slcilji sem fyrst, hvers hún — einstaklingar sem þjóö — fer á mis viö í þessum efnum, um fram það er ætla má óhjákvæmilegt. Mum þá og eklci stxmda á at- orlcu lælcna og skóla; því að hvorir tveggja eru ávextir almennings, jafnframt því að vera leiðtogar hans. Ríkið og aðrar stofnanir og félagsheildir, er miða til almenn- ingsheilla, munu þá og trúlega endurspegla afstöðu al- þýðu manna — rétt eins og þær gera það nú. HEILBRIGÐUR, hraustur og fagur líkami er meira verður en íburður í klæðnaði; meira verður en auður fjár; meira verður en flestur fróðleikur. Gervallt líf manna, einkalíf sem félagslíf, nýtur af honum góðs, sál- arlega og andlega svo sem efnalega. Því maðurinner heild; líkami, sál og andi orka hvert á annað. Og maðurinn er liÖur í félagsheildum: hann og þær verka hvert á annað. »Er elcki lílcaminn meira verður en klæönaöur!« .....?— Framtíðarinnar er að leita í f r e l si — frelsis-þroska frá fýsn- um, en eigi til fullnægingar nautnum. »Sannleikurinn mun gera yður frjálsac. (Jóh. 8, 32.) »8 y er vegurinn, sannleilcurinn og lífið. (Jóh. 14, C.)

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.