Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 56
54 ÚTSÝN KRISTINS NÚTÍMAMANNS [Jörð
Síðustu öldina hafa veraldleg lífsskilyrði breyzt svo ger-
samlega, að líkast er því, sem komið væri á annan hnött.
Öld eftir öld, svo langt sem sögur ná, hafði mannkynið
lifað við einföld áhöld, handavinnu, hestavinnu, ekki
mjög ólíkt »dýrum merkurinnar«; afkastað litlu og neytt
lítils; mjakast svo að segja áfram stað úr stað; hver búið
að sínu, án þess að vita af öðrum móti því, sem nú er.
Nú er öldin önnur, eins og hverjum manni er ljóst. Hlöð-
ur, áburðarhirðingar, vatnsleiðslur, sláttuvélar, rafveit-
ur, vagnvegir, brýr, snarreiðar, skipaferðir, sími, víðvarp,
póstur, blöð og tímarit — eru nöfnin á nokkrum helztu
hlunnindunum, sem næsta kynslóðin á undan vissi lítið
eða ekki af, en vér, í svokölluðu fásinni íslenzkra sveita,
njótum nú almennt meira eða minna og í sívaxandi út-
breiðslu og fullkopmun. Vísindin, sem varla voru til fyrir
öld síðan, hafa áorkað þessu. Fyrst og fremst er þetta
verk umliðinnar aldar. Þetta er arfur, sem núlifandi kyn-
slóð hefir verið látinn eftir, þó aldrei nema hún sjálf auki
hann stöðugt eftir lögmáli vaxtavaxta. En vandi fylgir
vegsemd hverri. Hlutverk núlifandi kynslóðar er enn
mikilvægara, jafnvel ósegjanlega miklu mikilvægara en
það, er kynslóðin næsta á undan, feður vísindanna, leystu
af hendi. Hlutverkið það, að — gera sig vegsemdinni vax-
ið. — Styrjöldin mikla var afleiðing þess og tákn, að
mannkynið hafði lagt miklu meiri vinnu í að hlaða sig
vegsemd heldur en hitt, að vera henni vaxið. Vér skulum
ekki ætla oss þá dul að dæma eldri kynslóðirnar fyrir það.
Þær unnu hlutverk sitt að ýmsu leyti aðdáanlega: grund-
völlun vísindanna; gróðursetning óteljandi lífsþæginda
og hlunninda. Heldur skulum yér leggja alhug á að átta
oss á eigin hlutverki: þroskun félagsmálamia á grundvelli
andlegra laga, svo að mennirnir verði þeim vanda vaxnir,
sem fylgir vegsemd hinna einstæðu nútímaþæginda og
-hlunninda.
Það er hið ósegjanlega veglega hlutskifti nútímans að
vera fengið það hlutverk í hendur, að flytja andlega og
félagslega menningu á sinn hátt jafnmiláð fram frá því,
sem rikt hefir um aldir, eins og næstu kynslóðir á undan