Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 60
58 ÚTSÝN KKISTINS NÚTÍMAMANNS [Jörð
um náungum. Ég vona, að það hneyksli ekkert yður, á-
heyrendur mínir, þó að ég minni á í þessu sambandi, að
í stjórnmálum er ekki fremur en í öðrum efnum nema
emn, sem manninum er samboðið að fylgja sem foringja:
Jiann, sem opnar æ betur augun á man'narma bömum
gagnvart því, Jiverjir em námigar þeirra og hver slcyld-
an er gagnvart þeim, — Jesús Kristur. Enginn annar má
ætla sér þá dul að telja sig eiga í hvívetna og allt af sið-
ferðislega kröfu til fylgis og hollustu. öllum öðrum er
lítillækkun að lúta. —
/ •
EG SAGÐIST í upphafi ræðu minnar ætla að hefja við
yður umræðu um útsýn kristins manns yfir samtíð sína.
Ég hefi að þessu sinni talað almennt um auknar náunga-
skyldur nútímamannsins. E. t. v. tekst mér seinna að
gera það mál nokkuru ljósara með því að tilfæra dæmi.
En ekki hefi ég síður hug á að halda áfram hugleiðing-
unni með því að ræða annað atriði þessa efnis, sem einna
mest er áberandi og einna mest um vert við hlið þess, er
vér hugleiddum nú. Það er hin ásmagnaða þróun frelsis,
sem brýzt hvarvetna fram í óstíflanda straumi, og mun
þó að mestu óframkomið enn. Að sá stríði straumur leggi
leið sína um farvegu fagnaðarerindisins, en ekki utan
þeirra eða þvert á þá, hlýtur að vera lærisveini Krists, er
af þessu veit, ósegjanlegt áhugamál. Og varla verður með
orðum lýst gleði hans og óljósri tilhlökkun, sem eins og
lyftist á flug í brjósti hans við gruninn, hugboðið um á-
vexti þess frelsis á einkalíf sem félagslíf mannanna. —
É G get nú ef til vill búizt við, áheyrendur mínir, að
þér séuð sumir hálíoánægðir með, að þetta sé ekkert
guðsorð, sem ég hefi verið að flytja. En segið mér! Hvað
hefi ég verið að gera í ræðunni? Hefi ég ekki verið að
leitast við að útskýra söguna af miskunnsama Samverj-
anum með sérstöku tilliti til hinna einstæðu tíma, sem vér
lifum á? Ég hefi verið að leitast við að gera ljóst, hvert
er náungasvið sjálfra vor sem manna, sem búa að tals-
verðu og vaxandi leyti við einstök veraldleg lífsskilyrði
nútímans. Ég hefi reynt að þýða á nútímamál hið forna