Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 29
TIDÆGRA
27
Jörð]
Tídægra.
Skráð áf Gíóvanni Boccaccio') á fyrri hluta 14. aldar.
I.
GÖFUGU meyjar! Því meira, sem talað er um
»hverflyndi hamingjunnar«, þvi meira verður um það
efni að segja, sé því fylgt eftir af nokkurri alvöru. Ætti
það og ekkj að koma neinum skynsömum manni á óvart.
Allt sem vér fásvíslega köllum vort, er í hendi hamingj-
unnar og í sífelldri veltu fram og aftur og allt um kring,
án þess að vér höfum gáfu til að átta oss til fulls á lög-
málinu, sem þessu stjórnar.
F 0 RÐ U M daga lifði hér í borginni* 2) aðalsmaður að
nafni herra Tedaldó. Álíta ýmsir, að hann hafi verið af
Lambertí-œttinni, en aðrir fullyrða, að hann hafi verið
einn af Agólöntunum, má vera einkum vegna nálagerðar-
innar, sem synir hans ráku síðar meir, eins og Agólantar
hafa alla tíma gert og gera enn, svo sem kunnugt er. En
hvað sem liður ætt hans, þá var hann vellauðugur og átti
þrjá sonu, og hét hinn elzti Lambertó, annar Tedaldó, en
hinn þriðji Agólante. Voru þeir allir fríðir menn og
föngulegir og þó enginn eldri en átján vetra, þegar fyr-
nefndur herra Tedaldó andaðist og lét þeim eftir, sem
réttmætum erfingjum, allar eignir sínar, fastar og laus-
ar. Þegar þessir ungu menn vissu nú allt í einu ekki aura
sinna tal, tóku þeir án tillits til neins nema stundargam-
ans, að eyða fénu allt hvað af tók; höfðu þeir margt hjúa,
hesta, hunda og fálka, héldu hverja stórveizlunaaf annari,
og leystu gesti út með gjöfum, stofnuðu til burtreiða og
héldu sig, í fám orðum sagt, ekki einungis að hætti aðals-
manna, heldur fylgdu í einu og öllu ungæðislegum löng-
unum sínum. Það leið því ekki á löngu áður en grynna
tók á arfinum; en er tekjurnar hættu að hrökkva til fyr-
J) Frb. dsjíóvanní bokkatsjíó.
2) Flórenz í Italíu.