Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 73

Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 73
Jörð] ANDREA DELFÍN 71 sæti og horfði í gaupni sér. Dóttur sína hafði hún sent I rúmið; en grasker tvö hafði hún hjá sér á pallinum og ætlaði að flysja þau, áður en hún færi í háttinn. Fram að þessu höfðu margskonar ímyndanir og hugmyndaflug haldið henni frá því. Hendurnar hafði hún í kjöltunni, en hallaði höfði að handriðinu; það var ekki í fyrsta sinn, sem henni hafði runnið í brjóst í þeim skorðum. Ekki varð samt fyllilega úr blundi fyrir henni í þetta sinn. Hrökk hún allt í einu upp við þrjú hæg högg á úti- dyrnar. »Guð sé oss næstur!« varð henni að orði og stóð upp, en hreyfði sig annars ekki. »Hvað er um að vera! Ætli mig hafi verið farið að dreyma? Ætli það geti verið hann?« Hún lagði við hlustirnar. Aftur var dyrahamrinum drepið á dyrnar. »Nei«, tautaði hún þá, »Orsó er það ekki; hann barði öðruvísi. Og ekki er það lögreglan. Bezt að gá, hver það er, sem Drottinn sendir«. Að svo mæltu fór hún niður, döpur í bragði, og spurði hver kominn væri. Rödd fyrir utan segir, að úti standi ókunnugur maður, er sé í húsnæðisleit; hafi hann heyrt vel af húsi þessu látið; voni, að sér auðnist að njóta lengi næðis í því, og að húsfreyja verði ánægð með hann. Allt var þetta hæ- versklega orðað á góðri Feneysku,*) svo að frú Gíóvanna hikaði ekki við að opna, þó að áliðið væri. útlit gestsins brást ekki vonum hennar. Eftir því sem henni sýndist í rökkrinu, var hann í sæmilegum dökkum klæðum, svo sem hæfa þóttu manni úr fátækari borgarastétt; undir handlegg sér bar hann leðurtösku, og stóð þarna hógvær- legur með hattinn í hendinni. Einungis þótti húsfreyju andlit hans nokkuð óvenjulegt. Virtist það í einu unglegt og ellilegt; skeggið var dökkjarpt, ennið hrukkulaust, augun snör; aftur á móti var munnsvipurinn taugalegur, málfærið þreytulegt og snögga hárið hélugrátt; og stakk þetta í stúf við það, sem unglegt var í andlitinu. »ójá, frú«, mælti hann; »ég hefi víst verið að raska *) Itölsk mállýzka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.