Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 79
ANDREA DELFÍN
77
Jörð]
liundraði? Virðið á betra veg fyrir mér, herra Andrea.
Yður er víst kunnugt um máltæki okkar hér í Feneyjum:
Sértu slunginn, þá »hefirðu« að komast úr fangelsi, en
líka að komast hjá því«.
Nokkur þögn varð. Aðkomumaður var löngu hættur að
borða, en einblíndi á ekkjuna.
, »Ég lái yður ekki, að þér segið mér ekki frá leyndar-
málum yðar«, mælti hann. »Þau koma mér ekkert við, og
ég myndi ekki megna að hjálpa yður. En hvernig liggur
i því, að þið Feneyingar látið ykkur lynda þenna Dular-
dóm, sem valdið hefir ykkur slíkra þjáninga? Að vísu er
mér ekki vel kunnugt ástandið hérna — ég hefi aldrei
kynnt mér stjórnmál að ráði; en þó hefir mér til eyrna
borizt, að ekki sé lengra síðan en í fyrra, að uppreisn hafi
verið hafin gegn Dulardóminum, og hafi jafnvel einn af
höfðingjunum beitzt öfluglega móti honum, en ráðið
mikla hafi sett nefnd á laggirnar, til að íhuga málið, og
allir hafi móði fyllst með eða móti. Meira að segja frétt-
ist þetta inn á skrifstofuna, þar sem ég vann, í Brescíu.
Og þegar svo öllu lyktaði með fullum sigri Dulardómsins,
svo að hann er nú öflugri en nokkru sinni áður, hvers
vegna kynnti lýðurinn þá fagnaðarbál á torgunum og
hæddi aðalsmenn þá, er greitt höfðu atkvæði á móti dóm-
inum og gátu búizt við hefnd hans? Hvers vegna kom
enginn í veg fyrir, að dómararnir gerðu hinn hugprúða
andstæðing sinn útlægan til Verónu? Og hver veit, hvort
hann fær að vera þar í friði; hvort þeir eru ekki þegar
búnir að brýna honum banarýtinginn! Sem sagt, er mér
þetta ekki vel kunnugt; ég þekki heldur ekki mann þenna,
— og mér er í rauninni öldungis sama um á hverju geng-
ur hér; því ég er veikur og á ekki langt eftir í þessum ó-
látaheimi. En einhvernveginn get ég ekki að því gert, að
mig furðar á þessum óstöðuglynda lýð, sem í dag kurrar
undan harðstjórum, en fagnar á morgun yfir óförum
þeirra, sem reynt hafa að létta af okinu«.
»Mikið er að heyra til yðar, herra«, sagði ekkjan og
hristi höfuðið. »Þér hafið aldrei séð hann þenna herra
Avógadóre Angeló Qveríní, sem þeir hafa gert útlægan?