Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 79

Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 79
ANDREA DELFÍN 77 Jörð] liundraði? Virðið á betra veg fyrir mér, herra Andrea. Yður er víst kunnugt um máltæki okkar hér í Feneyjum: Sértu slunginn, þá »hefirðu« að komast úr fangelsi, en líka að komast hjá því«. Nokkur þögn varð. Aðkomumaður var löngu hættur að borða, en einblíndi á ekkjuna. , »Ég lái yður ekki, að þér segið mér ekki frá leyndar- málum yðar«, mælti hann. »Þau koma mér ekkert við, og ég myndi ekki megna að hjálpa yður. En hvernig liggur i því, að þið Feneyingar látið ykkur lynda þenna Dular- dóm, sem valdið hefir ykkur slíkra þjáninga? Að vísu er mér ekki vel kunnugt ástandið hérna — ég hefi aldrei kynnt mér stjórnmál að ráði; en þó hefir mér til eyrna borizt, að ekki sé lengra síðan en í fyrra, að uppreisn hafi verið hafin gegn Dulardóminum, og hafi jafnvel einn af höfðingjunum beitzt öfluglega móti honum, en ráðið mikla hafi sett nefnd á laggirnar, til að íhuga málið, og allir hafi móði fyllst með eða móti. Meira að segja frétt- ist þetta inn á skrifstofuna, þar sem ég vann, í Brescíu. Og þegar svo öllu lyktaði með fullum sigri Dulardómsins, svo að hann er nú öflugri en nokkru sinni áður, hvers vegna kynnti lýðurinn þá fagnaðarbál á torgunum og hæddi aðalsmenn þá, er greitt höfðu atkvæði á móti dóm- inum og gátu búizt við hefnd hans? Hvers vegna kom enginn í veg fyrir, að dómararnir gerðu hinn hugprúða andstæðing sinn útlægan til Verónu? Og hver veit, hvort hann fær að vera þar í friði; hvort þeir eru ekki þegar búnir að brýna honum banarýtinginn! Sem sagt, er mér þetta ekki vel kunnugt; ég þekki heldur ekki mann þenna, — og mér er í rauninni öldungis sama um á hverju geng- ur hér; því ég er veikur og á ekki langt eftir í þessum ó- látaheimi. En einhvernveginn get ég ekki að því gert, að mig furðar á þessum óstöðuglynda lýð, sem í dag kurrar undan harðstjórum, en fagnar á morgun yfir óförum þeirra, sem reynt hafa að létta af okinu«. »Mikið er að heyra til yðar, herra«, sagði ekkjan og hristi höfuðið. »Þér hafið aldrei séð hann þenna herra Avógadóre Angeló Qveríní, sem þeir hafa gert útlægan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.