Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 85
ÍSLAND í FARARBEODDI
83
Jörð]
ísland í fararbroddi.
Á Þ E I M tíma, er Jónas orkti »Enginn grætur íslend-
ing«, voru ekki aðrir'en völdustu hugsjónamenn, eins og
sjálfur hann, sem höfðu þann metnað fyrir íslands hönd,
að það yrði siðað land á borð við önnur menningarlönd.
Og jafnvel þessir fáu gátu á þreytustundum sokkið í öld-
ur vatnsins, sem þeir gengu; sokkið í svartnætti þeirrar
undirgefni við lamandi örlög, sem hafði verið andrúms-
loft hinnar íslenzku þjóðar um langan aldur.
Nálega öld eftir að Jónas kvað þetta, yrkir Einar Bene-
diktsson um »haukskyggna sjón« íslenzku þjóðarinnar »á
heillaleikinn í heimslífsins tafli«. Með því er ekki sagt,
að »Einar« sé »Jónasi« meiri. Vegna karlmannlegrar und-
irgefni feðra og mæðra, er aldrei varð að æðru, er ís-
lenzka þjóðin nú komin skírð úr einhverri hinni átakan-
legustu og langvinnustu eldraun, sem nokkur menning-
arþjóð hefir gengið gegnum. Hlutverk hennar er eftir
því.
F Y R I R 7 árum skrifaði mér íslenzkur vinur í Vest-
urheimi: »Látið ekki þenna bölvaða auðmenningaranda
og miskunnarlausa nautnaanda heltaka íslenzku þjóðina.
Hún, sem áreiðanlega býr yfir »haukskyggnri sjón á
heillaleikinn í heimslífsins tafli«, má ekki blindast af ó-
lánsverðmætum þeim, sem nú um langt skeið hafa tryllt
þessar lífsverur hnattarins, sem kalla sig menn... Róttælc
þjóð, sem telur einar 100000, getur skolast í eimi vetfangi
burt í hyldýpi spillingarinnar, ef útlendur uppapaður
kwwpsýski- og nautnaandi nær að verða ráðandi um menn-
ingarverðmætin. Það er gamla sagan — þetta — að
þekkja vitjunartíma sinn. Nú hafa íslendingar, fyrir eðl-
isgreind sína og þjóðernislega kosti, hlutverk að vinna
meðal heimsins barna; pund að ávaxta. Þvi verða þeir að
trúa, til þess að þeir geti heyrt kall skyldunnar«. —
Það er vert hinnar alvarlegustu eftirtektar, hversu
þetta »kall skyldunnar«, er bréfhöfundurinn nefnir svo,
hefir náð sterkum tökum á hugboði og samvizkum