Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 8
6
TRÚIN í JESÚ NAFNI
[Jörð
Trúin í Jesú nafni.
DÁSAMLEGUR er veruleikinn, sem eftirfarandi
hugleiðing á um að fjalla, en vandasamt að skýra hann.
Er svo um allt líf. Það er því aðeins öðrum þræðinum, að
vér höi’mum það, að hugleiðingin verður ærið ófullkomin
að því, er snertir skýrleik framsetningar. Væri hún mjög
skýr, þætti oss grunsamlegt, að vér værum ekki að fást
við líf og því síður lífið; heldur við svikula eftirlíking —
kerfi eða eitthvað þess háttar.
Hins vegar er þess ekki að dyljast, að óskýrleiki sá,
er vér teljum víst, að framsetning vor verði undir orpin,
gerir grein þessa erfiðari aflestrar; gerum því ráð fyrir
að verða misskildir af einum og öðrum hér og hvar. Má
og vera, að endurtekningar, er virðast kynnu óþarfar,
geri framsetninguna sumum leiðinlega. Hörmum vér það
að vísu, en við það verður að sitja. Vér játum, að vér
höfum hér færst í fang viðfangsefni, sem er alveg á tak-
mörkum hæfileika vorra — en vér höfum gert það af
innri þörf; finnum til þess sem knýjandi skyldu að sýna.
öðrum, þó að ekki verði nema »sem í skuggsjá og óljósri
mynd« dásemd þess, er vér höfum sjálfir litið augliti .til
auglitis í huga vorum og samvizku með mikilli gleði og
nokkurri endurnýjun kraftanna. Oss dettur ekki í hug,
að vér höfum »fundið Ameríku«; en göngum þess heldur
ekki duldir, að hér er um að ræða viðhorf kristinnar trú-
ar, sem ekki hefir verið almennt mikill gaumur gefinn —
og er þó ósegjanlega mikils um vert — og tímabært.
S K I F T A má allri trú í tvær deildir: náttúriega og
guðnekilega.—Margur lesandi kann nú að hugsa: Núdám-
ar mér ekki; hvað ætli mig varði um guðfræðilegar hár-
toganir! Sannleikurinn er nú samt sá, að hugsandi mað-
ur, sem fylgjast vill með tíma sínum (í beztu merkingu
þess orðtaks), kemst naumast hjá að gera sér nokkura
heimspekilega eða guðfræðilega (eða hvað menn vilja
nefna það) grein fyrir lífs- og heimsskoðun sinni. — Vís-
indin virðast oft fitl eitt við dauða bókstafi, einskisverð-