Jörð - 01.08.1931, Side 34

Jörð - 01.08.1931, Side 34
32 TÍDÆGRA [Jörð ætlaði að kyssa hana. En hún hélt honum frá sér og mælti: »Áður en þú kemur mér nær, verður þú að hlusta á, hvað ég hefi að segja þér. Eins og þú skilur, er ég kona, en enginn karlmaður. í meydómi er ég á leið úr landi mínu til páfans, til þess að hann sjái mér fyrir gjaforði. Er ég svo fyrir nokkrum dögum sá þig í fyrsta sinn, þá varð ég fyrir því óhappi, eða kvað ég á að kalla það, að tendrast af slíkri brennandi ást til þín, að aldrei hefir kona heitar elskað. Hefi ég því ákveðið að taka þig mér að eiginmanni fremur en nokkurn annan; en viljir þú ekki taka mig þér að eiginkonu, þá verður þú tafar- laust að yfirgefa mig og fara í þitt eigið rúm«. Þó að nú Alessandró þekkti að mun minna til meyjar þessarar, en hún til hans, þá gat hann ímyndað sér af föruneyti hennar, að hún hlyti að vera tiginborin; að hún væri fögur, vissi hann af sjón og reynd. Hann svaraði því án langra umhugsana, að úr því að þetta væri vilji henn- ar, þá væri ser það ljúfara en frá yrði sagt. Settist hún þá upp í rúminu og gaf honum hring af sér, en lét hann trúlofast sér frammi fyrir róðukrossi, er stóð þar á litlu borði. Eftir það féllust þau í faðma og hvíldu saman, unz birti af degi. Dreif Alessandró sig þá á fætur, og fór létt- ur í lund úr herberginu, án þess að nokkur yrði hans var, eftir að þau höfðu komið sér niður á, hvernig þau skyldu haga fundum sínum fyrst um sinn. Og segir nú ekki af ferðum þeirra, unz þau komu til Róm. Þegar þau höfðu hvílt sig í fáeina daga, fór ábóti á- samt riddurunum og Alessandró á fund páfa, án þess að gera vart við sig áður. Er ábótinn hafði auðsýnt páfan- um skylduga lotningu, tók hann svo til orða: »Heilagi faðir! Þér vitið manna bezt, að hver sá, er lifa vill grand- vöru líferni, verður eftir mætti að víkja úr vegi fyrir hverju tilefni, er freistað gæti hans til hins gagnstæða. Til þess nú að ég, sem vil lifa grandvarlega, yrði ekki allt of illa sett í þessu tilliti, hefi ég flúið frá hirð föður míns, konungsins í Englandi, og haft með mér það af fjársjóð- um hans, er mér þótti hæfa. Ætlaði hann þrátt fyrir æsku mína að gifta mig Skotakonungi, fjörgömlum höfðings-

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.