Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 34

Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 34
32 TÍDÆGRA [Jörð ætlaði að kyssa hana. En hún hélt honum frá sér og mælti: »Áður en þú kemur mér nær, verður þú að hlusta á, hvað ég hefi að segja þér. Eins og þú skilur, er ég kona, en enginn karlmaður. í meydómi er ég á leið úr landi mínu til páfans, til þess að hann sjái mér fyrir gjaforði. Er ég svo fyrir nokkrum dögum sá þig í fyrsta sinn, þá varð ég fyrir því óhappi, eða kvað ég á að kalla það, að tendrast af slíkri brennandi ást til þín, að aldrei hefir kona heitar elskað. Hefi ég því ákveðið að taka þig mér að eiginmanni fremur en nokkurn annan; en viljir þú ekki taka mig þér að eiginkonu, þá verður þú tafar- laust að yfirgefa mig og fara í þitt eigið rúm«. Þó að nú Alessandró þekkti að mun minna til meyjar þessarar, en hún til hans, þá gat hann ímyndað sér af föruneyti hennar, að hún hlyti að vera tiginborin; að hún væri fögur, vissi hann af sjón og reynd. Hann svaraði því án langra umhugsana, að úr því að þetta væri vilji henn- ar, þá væri ser það ljúfara en frá yrði sagt. Settist hún þá upp í rúminu og gaf honum hring af sér, en lét hann trúlofast sér frammi fyrir róðukrossi, er stóð þar á litlu borði. Eftir það féllust þau í faðma og hvíldu saman, unz birti af degi. Dreif Alessandró sig þá á fætur, og fór létt- ur í lund úr herberginu, án þess að nokkur yrði hans var, eftir að þau höfðu komið sér niður á, hvernig þau skyldu haga fundum sínum fyrst um sinn. Og segir nú ekki af ferðum þeirra, unz þau komu til Róm. Þegar þau höfðu hvílt sig í fáeina daga, fór ábóti á- samt riddurunum og Alessandró á fund páfa, án þess að gera vart við sig áður. Er ábótinn hafði auðsýnt páfan- um skylduga lotningu, tók hann svo til orða: »Heilagi faðir! Þér vitið manna bezt, að hver sá, er lifa vill grand- vöru líferni, verður eftir mætti að víkja úr vegi fyrir hverju tilefni, er freistað gæti hans til hins gagnstæða. Til þess nú að ég, sem vil lifa grandvarlega, yrði ekki allt of illa sett í þessu tilliti, hefi ég flúið frá hirð föður míns, konungsins í Englandi, og haft með mér það af fjársjóð- um hans, er mér þótti hæfa. Ætlaði hann þrátt fyrir æsku mína að gifta mig Skotakonungi, fjörgömlum höfðings-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.