Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 70
68
FRÆÐSLUMÁL ÍSLENUINGA
[Jörð
— sem maki, foreldri, heimilismaður, sveitungi, þjóð-
féiagsþegn, mannkynsmeðlimur, o. s. frv. o. s. frv.; í
stuttu máli: guðsbam.
Sé þar næst aðgætt, hversu fræðslukerfi vort — og þá
fyrst og fremst skólarnir — er úr garði gert, að því er
snertir fyrirkomulag og með tilliti til þess, sem að fram-
an er tekið fram, — þá verður niðurstaðan varla önnur
en sú, að fyrirkonwlagið hefir eklci verið skapað með
menntun fyrst og fremst fyrir augun. Bókhneigðir fróð-
leikshámar hafa valizt til að skapa skólafyrirkomulag
þjóðanna. Af því súpum vér seyðið. Hugboð alþýðu hefir
ekki verið krufið til mergjar og tekið til greina. Því er
sem er: áberandi, að slcólamir hafa engan veginn eflt
menntun þjóðarinnar í viðunanlegu hlutfalli við hinn
mikla lcostnað. Ekki er kyn, þó að alþýðan hafi talið bók-
vitið léttvægt í öskunum: skólarnir fræddu börn hennar
ekki um lífræn efni, sem hverjum manni koma við, held-
ur um eitthvað og eitthvað »suður og vestur í Arabíu«,
eins og karl einn nyrðra komst að orði (og hefir fyrir því
getað kunnað alveg nægilegt í landafræði). Nú er lcominn
tími til, að gera skólana og fræðslulterfið yfirleitt svo úr
garði, að alþýða manna finni glöggt, að það eigi allt sam-
an erindi til hennar og liún til skólanna.
S I T T U aldrei né stattu í ráðþrota iðjuleysi, af því
að þú þráir eitthvað, sem þú getur ekki veitt þér í bili;
af því að þér finnst ekkert af því, er þú getur tekið þér
fyrir hendur, svara til þrár þinnar; jafnvel finnist það
allt hégómlegt og því ógagnlegt, eða eigi ómaks-vert.
Gríptu heldur einhversstaðar niður, um leið og þú segir
af hjarta: »Fyrir þig, Dróttinn Jesú, þó að ekki sýnist
það dýrlegt né gagnlegt; ger þú það dýrlegt og gagnlegt«.
Að svo mæltu, skyldi hefjast handa, glaður og af alhuga.