Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 76

Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 76
74 ANDREA DELFIN [Jörð vegna fínlegs vaxtarlags og æsku; göngulag hennar var svo létt, að nærri því virtist hún svífa áfram; var hún í andlitsfalli lifandi eftirmynd móður sinnar. öðru máli var að gegna um svipinn; milli brúna frú Gíóvönnu var einhver ákefðai’- og eftirvæntingarsvipur, er vart virtist hugsanlegt, að næði nokkuru sinni að rótgróa á skærri brá Maríettu. Það var eins og augu þessi hlytu ætíð að hlæja; munn- urinn hlyti ávalt að vera aðeins opinn, til þess að ekki stæði á því, að sérhver hnyttnishugmynd ætti greiðan gang út undir bert loft. Það var verulega skrítið að sjá, hvernig elskuleg framhleypni og furða, forvitni og gáski börðust um yfirráð í ásjónu þessari. Um leið og hún gekk inn, hallaði hún fléttumvöfðu höfði undir flatt, til að skoða þenna nýja sambýlismann. Var ekki að sjá, að sljákkaði neitt í glettni hennar við alvörusvip mannsins og hærur. »Mamma«, hvíslaði hún um leið og hún lét á borðið stóran disk með sneið af svínslæri, brauði, nýjum fíkjum og vínflösku; »skrítinn er hann í framan: eins og nýtt hús á vetrardegi, með snjó á þakinu«. »Þegi þú, skollatófa«, anzaði móðir hennar í skyndi. »Hærur er ekkert að marka. Maðurinn er veikur, og þú átt að bera virðingu fyrir honum, því að veikindi koma þeysandi og fara vagandi, og hamingjan verndi þig og mig — því að sjúklingar éta lítið, en sjúkdómar háma allt í sig. Náðu bara svolitlu vatni — því, sem við eigum eft- ir. I fyrramálið verðum við að fara út og kaupa meira. Sko! nú situr hann þarna, eins og runninn sé á hann blundur. Hann er þreyttur eftir ferðalagið, og þú ert þreytt af að vera kyi. Margt er manna bölið«. Á meðan þær hvísluðu þessu á milli sín, hafði aðkomu- maður setið út við gluggann með hönd undir kinn. Er hann nú leit upp, var eins og hann tæki varla eftir ungl- ingsstúlkunni, er beygði kné fyrir honum. »Gerið svo vel að fá yður matarbita, herra Andrea«, sagði ekkjan. »Sá, sem ekki borðar á kvöldin, dreymir sultardrauma. Sjáið þér bara! Fíkjurnar eru glænýjar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.