Jörð - 01.08.1931, Side 76

Jörð - 01.08.1931, Side 76
74 ANDREA DELFIN [Jörð vegna fínlegs vaxtarlags og æsku; göngulag hennar var svo létt, að nærri því virtist hún svífa áfram; var hún í andlitsfalli lifandi eftirmynd móður sinnar. öðru máli var að gegna um svipinn; milli brúna frú Gíóvönnu var einhver ákefðai’- og eftirvæntingarsvipur, er vart virtist hugsanlegt, að næði nokkuru sinni að rótgróa á skærri brá Maríettu. Það var eins og augu þessi hlytu ætíð að hlæja; munn- urinn hlyti ávalt að vera aðeins opinn, til þess að ekki stæði á því, að sérhver hnyttnishugmynd ætti greiðan gang út undir bert loft. Það var verulega skrítið að sjá, hvernig elskuleg framhleypni og furða, forvitni og gáski börðust um yfirráð í ásjónu þessari. Um leið og hún gekk inn, hallaði hún fléttumvöfðu höfði undir flatt, til að skoða þenna nýja sambýlismann. Var ekki að sjá, að sljákkaði neitt í glettni hennar við alvörusvip mannsins og hærur. »Mamma«, hvíslaði hún um leið og hún lét á borðið stóran disk með sneið af svínslæri, brauði, nýjum fíkjum og vínflösku; »skrítinn er hann í framan: eins og nýtt hús á vetrardegi, með snjó á þakinu«. »Þegi þú, skollatófa«, anzaði móðir hennar í skyndi. »Hærur er ekkert að marka. Maðurinn er veikur, og þú átt að bera virðingu fyrir honum, því að veikindi koma þeysandi og fara vagandi, og hamingjan verndi þig og mig — því að sjúklingar éta lítið, en sjúkdómar háma allt í sig. Náðu bara svolitlu vatni — því, sem við eigum eft- ir. I fyrramálið verðum við að fara út og kaupa meira. Sko! nú situr hann þarna, eins og runninn sé á hann blundur. Hann er þreyttur eftir ferðalagið, og þú ert þreytt af að vera kyi. Margt er manna bölið«. Á meðan þær hvísluðu þessu á milli sín, hafði aðkomu- maður setið út við gluggann með hönd undir kinn. Er hann nú leit upp, var eins og hann tæki varla eftir ungl- ingsstúlkunni, er beygði kné fyrir honum. »Gerið svo vel að fá yður matarbita, herra Andrea«, sagði ekkjan. »Sá, sem ekki borðar á kvöldin, dreymir sultardrauma. Sjáið þér bara! Fíkjurnar eru glænýjar,

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.