Jörð - 01.08.1931, Side 69

Jörð - 01.08.1931, Side 69
Jörð] FRÆÐSLUMÁL ÍSLENUINGA 6l hugsjónir þær, er myndu í framkvæmd endurnæra hana líkt og sólskin og regn gróanda grasið. í fræðslumálum þjóðar vorrar óskum vér að vera fulltrúi alþýðlegrai', heilbrigðrar skynsemi; en jafnframt hljóðnæm málpípa nýrra hugsjóna, sem eiga þarft erindi til þjóðarinnar. E F A Ð athuguð er afstaða alþýðunnar til skóla og skólagenginna manna, þá sést, að virðingin og traustið er langt frá að vera eindregið. Oft hefir verið gert gys að gömlu orðtaki hennar: »Bókvitið verður ekki í askana látið«, og er nú að vísu svo komið, að hún er sjálf í þann veginn að blygðast sín fyrir einarðlega speki sína. Því þó að orðtak þetta sjái ekki við öllu, þá er það í því sem öðru réttnefnt spakmæli. Heilbrigð skynsemi alþýðu hefir ekki fram á þenna dag viðurkennt réttmæti hinna dauðu fræða, sem skólarnir hafa veitt (bezt gefnu) börnunum hennar. Hún hefir látið það viðgangast af því, að hún gat ekki annað; líkt og hún varð að láta sér lynda stjórnar- farslega og viðskiftalega kúgun vegna þess, að hún hafði ekki tök á að verjast. Nú er hún tekin að ráða sér meira sjálf og sjá sér sjálf farborða í stjórnmálum og viðskift- um — og á væntanlega eftir að átta sig á því, er fyrir henni vakti óljóst — og að vísu elcki ómengað lakari hvötum —, þegar hún skapaði spakmælið »Bókvitið verð- ur ekki í askana látið«. Alþýðan er inn við beinið æ hin sama: hin heilbrigða en lítt ræktaða náttúra hverrar þjóðar. Menntalýðurinn fjarlægist aftur á móti ósjálfrátt náttúruna í öllum greinum, nema honum sé sú tilhneyging ljós. Talcmark heilbrigðra fræðskimála er: gagngerð menntun almennings, án fráhvarfs frá náttúrunni. Er þá næst að gera sér nánari grein fyrir, hvað mennt- un er. Verður því svarað svo hér til bráðabirgða, að menntun er uppeldi, er hefir þcm áhrif á einstaklinginn, a.ð hann verði liæfari til að lifa hverskonar heilbrigðu fé~ lagslifi 5.

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.