Jörð - 01.08.1931, Page 31

Jörð - 01.08.1931, Page 31
Jörð] TÍDÆGRA 29 von, að feðgarnir myndu sættast og allt komast aftur í samt lag. Sú var og von bræðranna í Flórens og kom þeim ekki til hugar að breyta háttum sínum að neinu, en juku óðfluga skuldirnar. En er ár liðu svo, að þeir borguðu engum neitt, þá rak að því, að þeir misstu að fullu og öllu tiltrú samborgara sinna og var meii’a að segja varp- að í varðhald, en seldar allar eigur þeirra. Urðu vesalings konur þeirra að leita út á landsbyggðina með börn sín og lifa þar við sult og seyru sitt í hverri áttinni. Þegar Alessandró hafði nú árum saman beðið þess, að friður kæmist á í landinu, en sá ekkert mót á því, og dvöl- in þar var engan veginn hættulaus, en aftur á móti gagnslaus með öllu, þá ákvað hann að leita heim til ætt- jarðarinnar og lagði af stað einn síns liðs. Vildi það þá til, er hann reið út af borginniBrusseiíFlæmingjalandi'), að hann sá á undan sér flokk ferðamanna. Var þar á ferð ábóti nokkur hvítklæddur með miklu föruneyti munka og þjóna og marga trússhesta. En riddarar tveir af fornum aðalsættum enskum, skyldir konungsættinni, riðu hið næsta honum. Með því nú að Alessandró var kunnugur riddui’unum, reið hann til þeirra og var tekið hið vin- samlegasta. Spurði hann þá í hljóði, hver sá væri, er réði för þessari og hvert henni væri heitið. En annar þeirra anzaði: »Sá, er fremstur ríður, er ungur ættingi okkar og nýkosinn ábóti í einu hinna auðugustu klaustra í Eng- landi. En þar eð hann hefir ekki enn náð lögmæltum aldri, þá erum við nú á leiðinni með honum til Róm, til þess að biðja hinn heilaga föður* 2) að veita honum aldurs- undanþágu og vígja hann til embættisins, en ekki má hafa hátt um þetta enn þá«. En ábótinn ungi reið, eins og tignum mönnum er títt, ýmist í broddi fylkingar eða mitt á meðal manna sinna, og varð hann þá einhverju D Bmssel er nú höfuðborg Belgíu, glæsileg mjög og uppnefnd »Litla París«. Flœmingjaland (Flandern) er norðurhluti Belgíu. Tala menn þar nokkurskonar hollenzku (þýzka mállýzku), en í Suður-Belgíu tala menn Frakknesku og eru menn þar nefndir Vallónar. 2) Páfinn.

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.