Jörð - 01.09.1940, Qupperneq 37
borg vor var nálega aldönsk
um meira en hálfrar aldar skeið,
en síðan var hún lengi hálfdönsk.
Ég þori ekkert aö fullyröa um,
hvaö hún er nú, en á undarlegu
gelgjuskeiði er hún, enda er þaö
ekki aö furða, þar sem hún hef-
ir tekið út mestan sinn vöxt á
2—3 síðustu áratugum. Þá eru
skólarnir höfuövigi þjóð-
legrar menningar í öll-
um siðuðum löndum. Ég
hefi hér á undan vikið lítils-
háttar að því, að skólar vorir
hafa að undanförnu eigi rækt
það hlutverk svo sem skyldi.
Yfirstéttirnar hafa allsstaðar
þann veg og vanda, að vernda
og efla þjóðlega menningu. Ég
veit ekki, hverja ég á að kalla
yfirstéttarmenn á íslandi um
þessar mundir, en síðustu ald-
irnar mun hafa verið litið svo
a, að kaupmenn, valdsmenn,
prestar og svo skólagengnir
uienn yfir höfuð skipuðu þá
stétt. En sannast að segja hafa
skólagengnir menn gengið feti
framar en allir aðrir — að und-
anteknum hálfdönskum og al-
dönskum verzlunarmönnum
í þvi að ata út íslenzkuna
með útlendum slettum, ambög-
um og allskonar málglæpum.
■Það hefir gerzt um mína daga,
að „menntamerin“ hafa gróður-
Sett í íslenzkum jarðvegi slík
málblóm sem „góða kvöldið“,.
„Iðnó, Gúttó, tíkó“ o. s. frv.,
„karl“króna og er þá fátt eitt
talið af þessum nýtízku óþverra.
JÖRÐ
Hinu verður vitanlega ekki
gleymt, að það voru íslenzkir
menntamenn sem endurreistu
ritmálið á 19. öld. En ótrúlegt
þykir mér og jafnvel óhugsandi.
að þeir hefðu komizt eitt þver
fet áleiðis, hefðu þeir eigi gét
að byggt á traustum grundvelli
þar sem var málmenning alþýð
unnar. Á þeim öldum, sem liðn
ar eru síðan siðaskiptin urðt
hér á landi, hefir alþýðan varið
mál sitt á alveg undraverðan
hátt gegn guðfræðingum, lög-
fræðingum, krambúðarlýð og
öðrum skaðræðismönnum. Og
þetta hefir hún gert alveg ó-
sjálfrátt og óafvitandi. Hún
nærðist á sígildum bókmennt-
um sínum, hafði þroska til þess
að meta þær, geymdi í mjnni
sínu forn, órituð ævintýri um
álfa, útilegumenn, drauga o. s.
frv., og skapaði sífellt fjölda
nýrra sagna og ævintýra, eftir
því sem aldir liðu fram. Áður
hefir verið minnst á hina dæma-
lausu rímhneigð þjóðarinnar,
sem hefir átt einn hinn drýgsta
þátt í að halda tungunni lifandi
fram á þenna dag.
En getum vér búizt við því
með nokkrum skynsamlegum
rökum, að alþýðan muni fram-
vegis inna hið sama hlutverk af
hendi sem hingað til? Það er
víst, að ekki eru allar 'dísir
dauðar enn. Ennþá eru uppi vor
á meðal ekki allfáir rithöfund-
ar, sem rita málið svo sem það
hefir verið bezt ritað. Sumir
179