Jörð - 01.09.1940, Side 86
geymsluílát og því verri, sem
þeir eru þykkri og þéttari. En
góðir eru þeir til yfirbreiöslu,
þegar kólna fer. Birta má held-
ur ekki vera það mikil, aö mat-
arkartöflur grænki af hennar
völdum; breyta þá bragöi til
hins verra.
í geymslum þeim, sem hent-
ugar eru fyrir ofannefnda jarö-
arávexti, má einnig geyma kál-
tegundir meö góöum árangri.
Geyma má kálhöfuö í stafla á
girnd eöa þá, að þau séu tekin
upp meö rót og hengd upp á
hæfilega köldum stað. Blómkál
geymist aðeins stuttan tíma,
nema hægt sé að koma því í
kæli, en höfuð af hausthvít-
káli má, ef geymslan er góö,
geyma fram undir nýár. En vel
þarf að líta eftir þeim og taka
þau til notkunar, þegar á skemmd
fer aö bera á blööunum.
Grænkálið á að geta staðið
úti í garði fram í desember, ef
vel viðrar, og þaðan má þá taka
blöð til notkunar eftir þvi, sem
þörf krefur. Grænkál er vafa-
laust sú matjurtin, sem hefir
mest í sér af bætiefnum: A, B,
C og jafnvel D og E-bætiefni,
fyrir utan að hún er að öðru
leyti ein næringarauðugasta
jurtin. Má af þessu sjá, hve
þýðingarmikil hún ætti að vera.
ÞAÐ er hlutverk matreiðslu-
kvennanna að ræða og
rita um þurrkun, sykrun, söltun
og niðursuðu grænmetis; á það
228
verður ekki minnst hér; þannig
verkað má geyma matjurtir í
háa herrans tíð. En þannig
verkaðar halda þær ekki öllum
sínum hollustuefnum, þó að
næringargildi þeirra sé í lagi
að öðru leyti.
Fyrrurn var sumt grænmeti í
tiltölulega litlu áliti, og þeir
voru ekki fáir, sem sögðust
ekki vera „grasbítir". Nú er
þetta breytt, því nú vita flestir,
að grænmeti er hinn hollasti,
ljúffengasti og geðfeldasti mat-
ur. En yfirleitt er enn allt of
lítið af matjurtum á borði Is-
lendinga.
Og það er þjóðarnauðsyn, að
sú uppskera, sem fæst úr görð-
unum, komi að sem beztum not-
um. Ragnar Ásgeirsson.
Garðbúi vill láta þess getið,
að hann geymdi í fyrravetur
kálhöfuð hengd upp í skemmu
þannig, að þau komu hvergi
við, óskemmd fram i Febrúar.
Og toppkál vissi hann geymt á
rót sinni úti í garði í óaðfinnan-
legu ástandi, undir snjó, í Janú-
armánuði. En veturinn var auð-
vitað góður.
HINN ótrauði landkönnuður
í ríki nútímamatreiðslu ís-
lenzkra hagajurta, ungfrúHelga
Thorlacius, hefir nýlega gefið
út matreiðslubók á kostnað hf.
Leiftur. Áhugamenn ættu að
kanna bókina frá þessu sjónar-
rniði.
jörð