Jörð - 01.09.1940, Qupperneq 88
stjórinn leit á mig og glotti
meinfýsilega: ,,Þér sögðuö mér
að aka til austurs!“ hreytti
hann út úr sér. ,,Eg hefi ekiö til
austurs i alla nótt. Viö erum í
Giljahlíðunum núna!“
,,Haldið þér áfram til aust-
urs!“ — Ég var i samkvæmis-
búningi og haföi auövitaö eng-
an farangur meö mér, ekki svo
mikiö sem tannbursta. En ég
var meö talsvert af peningum.
— Giljahlíðar? —• Þar átti ein-
hversstaöar að vera dálítiö
þorp, kaupstaöur; sjálfsagt lá
þessi vegur þangaö ? — Og ég
var að leita að einveru; mér
datt ekki í hug aö snúa við.
Við komum til þorpsins
klukkan ellefu. Ég lét vagninn
nema staöar við fyrstu búðina,
sem viö komum aö, fékk bíl-
stjóranum peninga og sagði
honum að kaupa fyrir mig föt,
og annað, sem ég þurfti viö.
— „Þér getið mátað þaö á sjálf-
an yður“, sagöi ég; við vorum
af líkri stærð. — Hann varö
talsvert skrítinn í framan, og
nú var þaö ég, sem glotti!
Hann kom út aftur með fang-
ið fullt af piriklum, og við ók-
um áfram. Skammt fyrir utan
þorpið haföi ég fataskifti. —
Bílstjórinn haföi valið vel: ljós-
grá tweed-föt, brúna skó, l)lá-
gráa silkiskyrtu og dökkbrúnt
bindi. — Svo bjó ég um sam-
kvæmisfötin og bað manninn að
koma þeim til vinar míns, er
átti heima í bænuní; siðan borg-
230
aði ég honum og lét hann
fara.
r
I?G var staddur í dálítilli
G brekku; fyrir ofan mig
lágu grænar hliðar upp að háum
klettahjöllum, en bak viö þá
voru risavaxin fjöll og jöklar.
Framundan var hafið, og hví-
líkt haf! Stálblátt, hvítmyrjað.
án endimarka; það minnti mig
á eilífðina. Þaö er fyrsta minn-
ing mín um Giljahlíöar: blíöur
grunur um nálægð eilifðarinnar,
á sólhvítum degi. — Fossar
dundu í hlíðunum, hvítar lækj-
arbunur runnu um græna rinda.
Ofurlítill andvari strauk milt
um brekkurnar og bar með sér
angan af öræfajörð, ilm af
blómguðu lyngi og l)læ af snjó.
Veður var hlýtt. Ég lagðist
niður og drakk vínsvalt vatniö
úr einum lækjanna. Mér fanst
ég vera að koma heim, í veröld
yndis og friðar, sem ég hafði
villst frá og gleymt. Blárjóðu
hrafnaklukkurnar á lækjar-
bakkanum heilsuðu mér og
buðu mig velkominn ; lífið sjálft
kom á móti mér í tærum
straumnum og hló — hló!
Ég fékk herbergi á gistihúsi
þorpsins. Gestgjafinn var göm-
ul kona og hún tók á móti mér
eins og ég væri sonur hennar.
Hún spurði mig einskis og ég
sagði henni engin deili á mér.
Það var eins og við hefðum
þekkst alla mína æfi.
Þessi gamla kona átti dóttur.
,TÖRf>