Jörð - 01.09.1940, Qupperneq 89
Ég sá hana um kvölcli'S og ég
sagði við sjálfan mig: Hún lik-
ist hafgolun.ii, sem blandast
ilmi lynggrænna heiða. — Hún
var átján ára. Hún hét Arma
Ley.
Hún hét Arma Ley. Og hún
heitir það ávalt, því Arma Ley
lifir, þó að líkaminn hennar
fagri sé orðinn að moldu í
gömlum kirkjugarði undir
Giljahlíðum.
Fallega, bjarta Arma Ley!
Enn man ég þá sársaukakenndu
gleði, er ég fann til fyrsta skift-
ið sem ég sá hana. — Hún kom
á móti mér fyrir utan húsið og
heilsaði mér: „Velkominn tii
okkar!“ — Hún lýsti eins og
sól, í gleði æsku sinnar, og eins
■og sól rann hún upp yfir lífi
minu ; guð var nýbúinn að skapa
hana; augu hennar voru hrein
eins og himinn öræfanna. —
Hún var í meðallagi há. ljóslit-
uð með gulbrúnt hár og dökkar
Lrýr. Fagurvaxin var hún
einnig; í fasi hennar voru
blandnar alvara og gleði i mildu
samræmi og hún átti þann
sjaldgæfa persónuleika, sem
gefinn er einstöku manneskjum,
að allir, sem nálægt þeim koma,
"verða betri en þeim er eiginlegt.
Fegurð hennar var hrein og
•svöl, eins og bjarmi snævar. —
Og hvert sinn er ég leit hana,
fann ég til sársauka yfir þvi, að
eg átti að missa hana aftur, að
bún var aðeins gestur og sendi-
boði frá eilífum örygðarheim-
Jörd
um. Ég fann örlagaþungann í
samfundum okkar og alvara
dauðans lagðist yfir hamingju
mína; því ást mín var ekki af
þessum heimi; hún var gleði hins
eilifa, gleymda lands, gleði sem
jarðarlDarnið fær ekki að njóta,
sem það getur ekki snert með
höndum sínum, ötuðum moldu.
Og frá fyrstu stund óttaðist
ég ást hennar, ástina, sem var
okkur báðum ásköpuð frá eilífð
til eilífðar. Hún lamaði vilja
minn með þeirri angist, er fylg-
ir hinni fullkomnu hamingju.
Mér var það fyrirfram ljóst,
hvaða byrði átti að leggjast á
herðar mínar þetta dýrðlega
sumar, sumarið 1915. — Fall-
ega, bjarta Arma Ley. Hún var
dómur örlaganna yfir lífsleið
minni; hún vígði mig til þján-
ingar og einveru á dimmri jörð,
vígði mig til æfilangrar leitar
eftir því, sem enginn getur
fundið í heirni dauðlegra.
,,Þú ert svo alvarlegur á svip-
inn“, sagði hún einu sinni. „Þú
ert svo dapur; — sjáðu!“ Og
hún lagði hendur sínar yfir
augu mín. „Horfðu á sólskinið!
Finnurðu ekki af því ylinn?
Brostu, vinur; það er sumar —
sumarið okkar!“
Ég sá ljósið gegnum fingur
hennar og fann af þeim ylinn;
ég var mjög hryggur. Ég fann
þá þegar ískuldann af andar-
drætti haustsins og heyrði öld-
ur vetrarhafsins falla þungt að
auðri klakaströnd. — Ég heyrði
231