Jörð - 01.09.1940, Side 163
VER MOTMÆLUM ALLIR!
Nl. frá 4. kápusíðu.
orð, er búa í hverju lijarta þess
miklu meiri lilula islenzku þjóð-
arinnar, sem hefir fram að
þessu borið i brjósti einlægt vin-
arþel til þín. — Brezka þjóð!
Þetta, sem þú hefir gert sjó-
mönnum vorum og skipum og
þar með gervallri hinni litlu, ís-
lenzku þjóð, — það er öldungis
ósamboðið þér.
Læturðu þér í raun og veru
til hugar koma, að sjómenn vor-
ir sitji á svikráðum við þig og
stofni þannig sinni eigin þjóð í
hættu, í því skyni að hljóta sjálf-
ir hlífð af óvinum þinum? Ætli
l)að séu ekki óvinir þínir, er leitt
hafa skip vor ósködduð fram hjá
hverju tundurdufli fram til
þessa?! Og þó að þeir bæru vin-
semd í brjósti til hinnar af-
skekktu smáþjóðar — sem aldrei
hefir reynt né ætlað sér að gera
neinni þjóð mein, en hinsvegar
varðveitt frá glötun ómetanlegan
menningararf vor allra úr sam-
eiginlegri fortið, — og hlífðu
þess vegna skipum vorum, að því
leyti, sem i þeirra valdi stend-
nr, hvaða nauðsyn gæti það
skapað þér, til að vekja með oss
alveg gagnstæðar tilfinningar í
þinn garð — tilfinningar alveg
þveröfugar við það, sem flestum
af oss er eiginlegt? Eða álítið
þér óhugsandi, að hér hafi æðri
völd hönd i bagga — þér for-
ráðamenn, sem lagt hafið svo
þunga byrði á þjóð yðar — með
hennar samþykki — til þess ekki
hvað sízt að verja kristna trú
hennar? Fyrir hinu síðasttalda
höfum vér yfirlýsingar yðar eig-
in æðstu manna.
Brezka þjóð! Vér erum ekki
þrælaættar, — því sá fjöldi her-
numinna manna af Bretlands-
eyjum, sem hnepptur var i þræl-
dóm af víkingunum, forfeðrum
vorum, var frjálst fólk áður og
varð fljótlega frjálst hér aftur
og blandaði blóði við þá; sumt
af því var konungborið. Kom
þess vegna ekki fram við oss
sem þræla. Það sæmir sjálfri
þér bezt að gera ráð fyrir því,
að hér búi drengir.
ONANDI er, að ofanskráð
* verði úrelt, þegar það kcm-
ur út — leiðrétting hafi þá feng-
izt af hálfu hinna brezku yfir-
valda. En vér viljum heldur eiga
það á hættu að hafa ómakað oss
(og lesendurna) að nauðsynja-
lausu, heldur en hitt, að hafa
þagað — fari svo, mót von, að
tilefnið verði sama eða svipað,
þegar heftið kemur út, og var,
þegar vér höfðum siðasta tæki-
færið, til að tjá oss i þessu hefti,
laugard. 28. Septemher.
JÖRO