Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 7
2
Valdimar Briem:
Prestafélagsritiö.
stefna, er haft hefir allrík áhrif á mig, er hin »positiviska«,
og varö það þó ekki fyr en mörgum árum síðar. En um
þessar mundir tóku mínir kirkjulegu trúarviðir mjög svo
að bila, og greru aldrei utn heilt aftur. En þrátt fyrir öll
vísindi og allan »positivismus« fylgi ég enn mörgum
eldri trúarskoðunum, en krefst þess jafnframt, að flest af
því fái nýjan búning, og það svo, að hinn lifandi kjarni
verði ljós og samsvari þekkingu nútímans og þörfum.
»Pósitivisminn« hleypur fram hjá allri þesskonar speki,
og er því rótlaus, þegar á reynir«. — Þannig lýsir Matthías
trúarástandi sinu þá, er hann var kominn að sjötugu, og
auðvitað rétt og samvizkusamlega. En oft hefir hann sjálf-
sagt »komist í hann krappan« í trúarlegu tilliti. Til þess
bendir meðal annars ljóðið: »Guð minn, guð, ég hrópa«,
er sýnir glögt sálarstríð hans í þessum efnum. Hefir Guð-
mundur prófessor Hannesson, er var vinur hans, og einnig
nágranni um eitt slceið, í áðurnefndu minniugarriti skýrt
frá tilefninu til þess að hann orti þetta átakanlega ljóð.
Það var Búddhatrú, sem þá hafði svo í svipinn hrifið
hann, að honum fanst kristna trúin verða að víkja úr
sessi. En hann áttaði sig þó fljótt aftur, og þá orti hann
þetta áhrifamikla kvæði. Eins og hann vottaði sjálfur,
hafði hann orðið fyrir miklum áhrifum af trúspekingnum
Channing, og hallaðist hann á síðari árum sínum allmjög
að trúarskoðunum »únítara«, en aldrei fór hann þó eins
langt í þeim efnum og þeir, sem þar fara lengst. Á síð-
ustu árum sínum varð hann og fyrir miklum áhrifum af
kenningum »spiritista«. — Eins og við var að búast, var
Matthíasi oft brugðið um það, að hann væri býsna reik-
ull í trúarskoðunum sínum. En eigi að síður var hann
trúinaður, og það jafnvel mikill trúmaður, á sína vísu.
Jafnvel þá, er trúarskoðanir léku á reiðiskjálfi og hon-
um fanst að alt ætla að hrynja, þá greip hann dauða-
haldi í guð, og slepti ekki takinu fyr en fullur sigur var
unninn og friður aftur kominn i sálina. Má meðal
aunars sjá það á hinu áminsta kvæði: »Guð minn, guð.