Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 8
Prestafélagsritið.
Matthías Jochumsson.
3
ég hrópa«, og á orðunum: »Ó, skyldi’ eg örvilnast? Ónei,
ég trúi fast«. Já, hann trúði fast, — ef til viil fastara en
margir, sem trúmenn teljast, á sigur hins góða að lokum.
Þetta má sjá nær þvi hvar sem er í ljóðum hans, þar
sem slíkt getur með nokkru móti komist að, og jafnvel
sumstaðar þar sem einna sízt var við því að búast. Til
dæmis má taka hið áhrifamikla kvæði hans »Hafísinn«,
er byrjar svo: »Ertu kominn, landsins forni fjandi?«. Eftir
að hann er átakanlega búinn að lýsa öllam þeim óskapa-
óheillum, er af hafísnum leiði, kemur nýtt hljóð, eins og
úr alt annari átt, þar sem hann segir:--------»Inst í þínu
djúpi, undir dauðans fölva hjúpi, leynist máske líf og
hulin náð«. Og hann bætir við:
»Ertu kannske farg, sem prýstir fjöður
fólgins lífs og dulinskraftar elds,
fjörgar heilsu-lyfjum lööur,
læknir fjörs og stillir hels?«
Þetta er þá orðið úr »landsins forna fjanda«. Svo rík
er trúin á það, að tilveran sé inst inni góð og viturleg.
Trúin vinnur þar sigur, eins og vant er, og alt endar í
ljómandi bjartsýni.
þess er áður getið, að séra Matthías hafi í trúarlegum
efnum orðið fyrir ýmiskonar áhrifum frá öðrum mönn-
um, einkum útlendum. En hvort hann hafi orðið fyrir
beinum áhrifum frá trúarskáldum, er mér ókunnugt um.
Reyndar er það alkunnugt, að hann hefir þekt ýms trúar-
skáld erlend, og þar á meðal sálmaskáld, ekki að eins
dönsk, norsk og sænsk, heldur einnig þýzk og ensk, því
að hann hefir þýtt sálma og önnur trúarljóð úr tungum
þessara þjóða; en eigi er það glögt, að bann hafi orðið
fyrir beinum áhrifum þaðan. Af dönskum trúarskáldum
virðist haun helzt hafa hneigst að Grundtvig, en þó eru
þeir býsna ólíkir. Um áhrif af íslenzkum skáldum er
varla að tala í þessu tilliti, enda væri naumast um aðra
að tala en Hallgrím Pétursson. Það er kunnugt af því,
sem Matthías hefir ritað um Hallgrím (sjá Skírni 1914),