Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 10
Prestaféiagsritia. Matthías Jochumsson. 5
minnast á sérstaklega. Pað er 1. versið í 18. sálminum,
sem er þannig:
»í gegnum lífsins æðar allar
fer ástargeisli, drottinn, pinn.
í myrkrin út þín elska kallar,
og allur leiftrar geimurinn,
og máttug breytast myrkra ból
í morgunstjörnur, tungl og sól«.
En því hefi ég tekið þetta vers upp sérstakt, að mér virð-
ist það sérstakt í sinni röð, og hygg ég að það sé skáld-
legast vers í ölluin íslenzkum sáimakveðskap, og jafnvel
þótt lengra sé leitað. Svo dýrleg lýsing á sköpunarverkinu
held ég að hvergi sé til annarstaðar. Einn sálm frum-
kveðinn vil ég enn minnast á sérstaklega. Það er sálmur-
inn: »Minn friður er á flótta«. En því minnist ég á hann
sérstaklega, að ég hygg að hann sé ekki að eins guð-
spjallssálmur út af frásögunni um týnda soninn, held-
ur hafi hann beinlínis átt við höfundinn sjálfan í ein-
hverjum vissum kringumstæðum, því að þótt hann ekki
gengi á neinum slikum villistigum siðferðislega, var hann
fullur auðmýktar gagnvart föðurnum góða, engu síður en
hinn týndi sonur. þá má ekki gleyma að minnast á
þýddu sálmana suma, t. d.: »Ó þá náð að eiga Jesúm«,
»Ó blessuð stund, er burtu þokan liður«, »Nú legg ég
aftur augun mín« og »Lát þitt riki, ljóssins herra«.
I »150 sálmum«, er gefnir voru út að tilhlutun syno-
dusar 1910, á séra Matthías nokkra sálma, en meiri
hlutinn af sálmum hans þar er þýddur, og hefir það að
vanda tekist vel, I þessu sálmasafni er meðal annars
þjóðsöngurinn frægi: »Ó, guð vors lands« (2 er.).
Auk sálma þeirra, sem hér hefir verið minst, munu
vera til sálmar eftir hann hér og hvar í kirkjulegum
blöðum, og svo einnig í ljóðabókum hans. Gera má ráð
fyrir, að margt af því tægi sé til eftir hann, sem enn er
óprentað.