Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 11
6
Valdimar Briem:
Prestafélagsritið.
Að öðru leyti en hér hefir gert verið skulu engar
sérstakar athugasemdir gerðar við sálmakveðskap skálds-
ins. Fyrir kemur það í sumum sálmum hans, að hugs-
unarþráðurinn er nokkuð laus, en þess gætir lítt, þar
sem andrikið og innileikinn og allur fegurðarblærinn er
annarsvegar og allajafna yfirgnæfir.
Til andlegs kveðskapar, þótt raunar sé óbeinlínis, kann
að mega telja nokkur kvœði, sem hann hefir gert um
kirkjuleg mikilmenni, svo sem Martein Lúther, Jón Ara-
son, Guðbrand Þorláksson og Hallgrím Pétursson. Eru
þau kvæði öll tilkomumikil. Einkum er hið síðastnefnda
afbragðskvæði og uppáhaldskvæði margra.
Margt og mikið hefir Matthías, auk sálmanna, þýtt úr
erlendum tungum, en fæst af því er beinlínis trúarlegs
eðlis. Þó er einnig til eftir hann eigi alllítið af þesskonar
þýddum Ijóðum. Má þar helzt nefna til allmörg kvæði
eftir þýzka skáldið Karl Gerok, og eru þau flest kveðin
út af ýmsu efni í biblíunni. Öll eru þau atbragðsfögur og
flest jafnframt tilkomumikil, og á það bæði við frum-
kvæðin og þýðingarnar, sem yflrleitt hafa tekist ágætlega.
Væri vert að minnast á sum einstök kvæði, en þó skal
því að mestu slept. Til þess að nefna þó eitthvað, má
benda á kvæðið »Dauði Mósesar« (»Hver er sá, er hetju-
augum«) og »Fjórir reiðmenn« (Opinb. 6. —■ »Sjáarinn
með sorg og kvíða«). Þá má og nefna allmikið og merki-
legt kvæði, »Fermingin« (Nattvardsbarnen), sem hann
hefir þýtt, eftir Esaias Tegnér, höfund Friðþjófssögu, m. m.
Enn mætti og nefna leikritið »Brand«, eftir Henrik Ibsen.
Um það rit og þýðing þess læt ég mér nægja að tilgreina
ummæli Einars skálds Benediktssonar í grein um Ibsen
(í Skírni 1906): »Skáldfaðir vor, séra Matthías, hefir eftir
eðli sínu og trúarþrá þar hið bezta viðfangsefni, og í
ýmsum köfium ritsins hefir hann lagt meistarahönd á
frumritið.«
Svo sem kunnugt er, hefir Matthías og kveðið kynstrin
öll af erfiljóðum eða saknaðarljóðum. Eru þau ýmist