Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 14
Prestafélagsritið.
Matthías Jochumsson.
9
Ijóðum hans, eins og t. d. í eftirmælum, er hann kvað
eftir eitt barn sitt (Elínu Ingveldi). f*ar segir hann svo:
»Kendi’ ég fyr á köldum sorgar-dögum,
kveið ég snemma djúpum spjóta-lögum.
Vanur vosi’ og sárum
verður spar á tárum.
Kuldinn leitar inn á hörðum árum«.
Þá man hann eftir þvi hvað gert er við mann, sem
finst helfrosinn eða skaðkalinn. Það er ekki farið með
hann inn í hita, heldur er hann lagður í snjó. t*á bætir
Matthías við:
sKuldinn leysir klakabundinn varma.
Kom því, Hel, og þíð upp forna harma.
Dóttir, ljúfa lilja,
lát þinn föður skilja
gegnum isinn herrans hlýja vilja«.
En það var ekki að eins það, sem kom misjafnt fram
við sjálfan hann eða vini hans, sem hann tók nærri sér,
heldur og það, sem amaði að mannkyninu yfirhöfuð.
t’annig tók hann mjög nærri sér striðið mikla milli hinna
svonefndu menningarþjóða, með öllum þess ógnum og
svívirðingum, og það svo mjög, að hann eitt sinn kvaðst
skammast sín fyrir hina fyrri bjartsýni sína. En bráðlega
áttaði hann sig aftur og kvaðst vona, að guð léti þetta
viðgangast af því að hann ællaði sér að láta eitthvað
gott af því leiða fyrir mannkynið í framtíðinni, og að
það mundi rætast, sem hann einu sinni kvað: »Lífið er
sigur og guðleg náð«. Og enn kvað hann eitt sinn.
»Trú hinu bezta. Gerðu gott við alla.
Sú gleði’ er bezt, að hjálpa þeim, sem kalla,
og reisa þá, sem þjást og flatir falla«.
Oft kvaðst hann vera að hjala við guð á næturvöku-
stundum sínum, eins og barn við móður sína, og þá
stundum eins og óþægt og vanþakklátt barn, og finna
mjög að vegum forsjónarinnar, hvernig hún léti margt
ganga til öfugt og illa; en ætíð yrði hann þó að lyktum