Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 19
14
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
getið um neinn eftirmann Bjarnharðar þar nyrðra. Hafa
þeir að líkindum gert sér að góðu þjónustu ísleifs bisk-
ups, þótt í fjarlægð byggi, og leitað bans ráða og úr-
skurðar um mál sin, enda var hann þjóðkunnur ágætis-
maður, sem allir virtu.
En til lengdar gátu Norðlendingar ekki unað þessu
fyrirkomulagi. Og þar kom að lokum, einkum þó eftir
að Gissur biskup hafði gefið föðurleifð sína Skálholt fyrir
biskupssetur, og uggsamlegt þótti, að nokkurn tíma yrði
biskup landsins búsettur nyrðra, að Norðlendingar báru
fram þær óskir sínar, að sérstakur biskupsstóll yrði settur
á Norðurlandi. En Gissur biskup var sá vitmaður, og
jafnframt svo óeigingjarn, að bann vildi verða við þeim
tilmælum, þótt bæði hefði það í för með sér skerðing á
valdi bans og tekjum, þar sem þetta var stærsti fjórð-
ungur landsins. Og hann varð ekki að eins vel við
tilmælum þeirra, heldur var hann þeim og hjálplegur
með að velja handa þeim mann í bina nýju stöðu, og
það einn hinn ágætasta, sem þá var völ á hérlendis. En
sá maður var Jón Ögmundsson, prestur á Breiðabólstað
í Fljótshlíð.
I
Um ætt Jóns biskups vitum vér það réttast, sem Ari
lætur um hana mælt í íslendingabók. Er þar rakið móður-
kyn Jóns til Hrollaugs landnámsmanns, er bygði austur á
Síðu, en hann var langafi Halls á Síðu í móðurætt hans,
en Hallur á Siðu föður-faðir Þorgerðar móður Jóns bisk-
ups. Er Gunnlaugi munki Leifssyni, sem vér eigum að
þakka aðalheimildir vorar að æfi Jóns biskups (í Biskupa-
sögunum) því Ijúfara að minnast þess, að Jón biskup er
þriðji maður trá Halli á Síðu, sem hann veit, að honum
»var auðið fyrstum af öllum hölðingjum Austfirðinga af-
neitaðri allri skurðgoðavillu að taka við kristnum dómi
og trú almennilegricc. Um föðurætt Jóns biskups segir fátt