Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 20
Prestaféiagsritið. Jón Ögmundsson. 15
annað en að Ögmundur faðir hans hafi verið t’orkelsson
og sá Þorkell aftur sonur Ásgeirs kneifar Ólafssonar hvíta.
Þau Ögmundur og Þorgerður bjuggu á sjálfseign sinni
Breiðabólstað í Fljótshlið, og þar fæddist sonur þeirra
Jón nálægt 1052, því að hann er talinn 4 vetra, er ís-
leifur tekur biskupsdóm (1056), en 54 vetra, er hann
vígðist sjálfur til biskups (1106). Sögusögnin hermir, að
þegar í fyrstu æsku hafi menn veitt því eftirtekt, hve
ágæit væri yfirbragð hins unga sveins og hafi því snemm-
endis verið spáð fyrir af vitrum mönnum, hvílikur maður
þessi smásveinn mundi verða. Þannig á Guðini hinn góði,
er hann sá sveininn, að hafa undrast mikillega bjartleik
hans og lagt þann úrskurð á, að hann væri »sannlega
heilagleiksspegill« og »sýndi í sínu bjarta yfirbragði þann
mann, sem einkanlega er valdur af guði til heilagrar
þjóuustu«. Þannig verður dýrðarljómi Jóns biskups í huga
síðari tíma manna til þess að varpa björtum geislum á
æskuár hans, og láta þau endurspegla það ágæti hans,
sem menn siðar hugðust sjá í fari hans.
Sennilegt má telja, að þau Ögmundur og Þorgerður
hafi verið góðum efnum búin, og síðari tímar hafa talið
Ögmund með höfðingjum, sem sízt var furða, er í hlut
átti faðir jafn heilags kristninnar höfðingja og Jóns bisk-
ups helga, þótt við sögur komi hann hvergi.
Þegar Jón var 4 vetra, breyttu foreldrar hans ráði sínu
og fóru utan til Danmerkur, og sveinninn með þeim. Er
þess ekki getið, hvað valdið hafi þeirri ráðabreytni, og þá
ekki heldur í hvaða erindum þau hafi utan farið. Ekki
er óhugsandi, að förinni hafi verið heitið til Róms, en
eitthvað það komið fyrir, er varð til þess að þau hurfu
frá beirri fyrirætlan sinni. Komu þau í þeirri ferð á fund
Sveins konungs Úlfssonar, sem veitti þeim virðulegustu
viðtökur, og skipaði Þorgerði við hlið sjálfrar drotningar-
innar, Ástríðar móður sinnar. Minna þótti ekki gagn gera
um móður jafn ágæts manns og Jóns biskups helga. En
því er sagan um þessa utanför í letur færð, að hún á að