Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 23
18
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
ings undir æðra nám (guðfræðinám) síðar, enda fóru
sumir þessara ungu manna, að enduðu skólanámi, utan
til frekari lærdómsframa,
í skóla þessum tók Jón Ögmundsson ágætum fram-
förum og varð »innan skamms tíma hinn fullkomnasti
lærisveinn í allri reglu guðlegrar siðsemi og bóklegri vizku«,
og ávann sér með þeim hætti heita ást og virðingu kenn-
ara síns. Að hinu leytinu fékk Jón hina mestu ást á
læriföður sínum, ísleifi biskupi, og hélzt hún óbreytt alla
æfi hans upp frá því. Það vottar meðal annars hin al-
kunna frásaga um það, hversu Jón biskup mátti aldrei
heyra góðs manns getið, svo að ekki minti það hann á
ísleif biskup: »Svo var Isleifur biskup fóstri minn«, sagði
hann þá; »hann var allra manna vænstur, manna snjall-
astur og bezt að sér um alla hluti«. Og er einhver þeirra,
er nálægir voru, spurðu, hvers vegna hann mintist ísleifs
biskups, þar sem enginn hefði nefnt hann, þá hafi Jón
biskup svarað: »1*0 kemur hann mér í hug, er ég heyri
góðs manns getið; hann reyndi ég svo að öllum hlutum«.
Þessi fagri vitnisburður ber það með sér, hvilíkur maður
Isleifur biskup hafi verið, og ræður þá að líkindum, að
hann hafí ekki síður borið gæfu til að hafa áhrif á læri-
sveina sina með fagurlegum dæmum en með ágætum kenn-
ingum.
II
Hve lengi Jón Ögmundsson hefir verið með ísleifi bisk-
upi, vitum vér ekki með neinni vissu. En svo er að sjá,
sem ísleifur hafi veitt honum að skilnaði undirdjákns-
vígslu, en af því má aftur ráða, að yngri en 21 árs hafi
Jón ekki verið, er hann fór alfari úr Skálholti, því ekki
mátti að kirkjunnar lögum veita undirdjákns-vígslu yngri
mönnum en 21 árs. Svo góða lærdómsundirstöðu sem Jón
hafði fengið hjá Isleifi, var honum, jafn-námfúsum unglingi,
Qarri skapi að láta við það staðar numið. »Hann fýstist
að fara utan, að sjá góðra manna siðu og nám sitt að