Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 24
Prestafélagsritið.
Jón Ögmundsson.
19
auka sjálfum sér til nytsemi«, og svo vel efnum búinn
var faðir hans, að hann gat veitt honum það. Pessi útþrá
hefir vafalaust ekki hvað minst verið að þakka áhrifun-
um af því, að vera samvistum við ísleif biskup. Hann
hafði sjálfur verið ungur sendur utan til læringar (í Her-
fordklaustri í Paderbornstifti í Vestfalen) af föður sínum,
Gissuri hvíta, og seinna sem kjörinn biskup farið í páfa-
garð, til að fá staðfesting á biskupskjöri sínu. Hann kunni
því frá mörgu að segja frá ferðum sínum. Son sinn, Gissur,
hafði hann einnig látið fara utan til frekara náms í Her-
ford-klaustri. Ræður því að líkum, að biskup hafi verið
þess hvetjandi, fremur en letjandi, að jafn-efnilegur læri-
sveinn og honum jafn-hugþekkur og Jón var, færi utan
og mentaðist þar.
Hefir það naumast seinna verið en árið 1073, er Jón
kom utan, en hve lengi hann hefir dvalist ytra, um það
rennum vér ærið blint í sjó. Pess er sem sé hvergi getið,
hve lengi hann hafi dvalist í útlöndum, en þegar alt er
athugað, virðist ekki mega gera ráð fyrir skemri tíma en
4 árum, því að bæði fór Jón víða um lönd, og við það
bætist svo hitt, hve timafrek öll ferðalög á landi voru í
þá daga. Hið eina, sem vér í þvi efni höfum til að halda
oss við, er þessi litla athugasemd hjá Ara: »Á þeim dög-
nm [sem Sighvatur Surtsson hafði lögsögu] kom Sæ-
mundur Sigfússon sunnan af Frakklandi hingað til lands,
og lét siðan vígjast til prests« (íslb. 9). En Sighvatur
hafði lögsögu í átta ár (1076—84). En eins og sagan
lætur þess ógetið, hve lengi Jón hafi dvalist þar ytra, eins
þegir hún að mestu um það, sem oss fýsir helzt að vita:
hvað hann hafi haft fyrir stafni og hverja helzt komist í
kynni við, og enda hvar hann hafi dvalist. Um þetta
síðasttalda vitum vér það eitt, að hann fór fyrst til Nor-
egs, siðan til Danmerkur, og þaðan hefur hann suður-
göngu, »sækir heim hinn helga Pétur postula«, þ. e. hann
fer alla leið suður til Róms. Þá vitum vér það einnig, að
hann hefir dvalist í Frakklandi, þar sem hann hittir æsku-