Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 25
20
Jón Helgason:
Prestafélagsritii
Tin sinn, Sæmund Sigfússon frá Odda, sem, ef trúa má
sögusögninni, á að hafa dvalist í Paris. En hún var þá
orðin sú höfuðstöð lærdóms og menta, sem ungir menn
af öllum þjóðum leituðu til. En því þegir söguritarinn
um það, er oss fýsir hér mest að vita, að hann hefir
ekkert sjálfur um það vitað. Hann lýsir í þess stað
ómerkilegum atvikum úr utanför Jóns, sem engu ljósi
bregða yfir lif hans ytra, en því skærara yfir það, sem i
augum alþjóðar á íslandi þótti i þá daga mestu skifta,
sem sé ef einhver hérlendra manna komst í kynni við ein-
hverjar konungbornar persónur, eins og t. a. m. Jón Ög-
mundsson kemst í kynni við Svein Danakonung Úlfsson,
sem að sjálfsögðu má teljast til þeirra aukaatriða í æfi-
sögu Jóns, sem engu máli skiíta og ekki hefir haft nein
áhrif á mótun og þroskun persónuleika hans. En svo
viðburðarikir voru tímarnir, sem Jón Ögmundsson dvelst
ytra, að oss má vera mest forvitni á að vita, hversu
þessir viðburðir horfðu við sálu Jóns Ögmundssonar, og
svo margt var þá uppi lærðra og merkra manna (annar-
staðar þó en á Norðurlöndum), að oss leikur enn meiri
forvitni á að fá vitneskju um, hvaða áhrifum Jón kann
að hafa orðið fyrir frá þeim. En alt er þetta hulu hjúpað,
sem aldrei verður svift burtu.
Að Jón Ögmundsson hafi ekki dvalist lengi á Norður-
löndum má telja líklegt, því að þangað var fátt að sækja
fyrir mann, sein »vildi nám sitt auka«.
Á Norðurlöndum var ekkert andlegt lif vaknað á þessu
tímaskeiði. í Sviþjóð er baráttan milli heiðindóms og
kristindóms hvergi nærri útkljáð enn. Gautar höfðu að
vísu tekið kristna trú, en Svíar héldu enn við fornan sið
og voru blótmenn miklir, þrátt íyrir lofsamlega viðleitni
Steinkels konungs Rögnvaldssonar og Inga konungs sonar
hans til þess að eyða blótskap og heiðindómi í riki sínu.
I Noregi eru menn komnir lengra. þó eru fastir biskups-
stólar enn ekki komnir á stofn og komast ekki fyr en á
síðari stjórnarárum Ólafs kyrra (í Niðarósi, á Selju og í