Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 28
Prestaféiagsritið. Jón Ögmundsson. 23
taldir ekki færri en 39 íslendingar, sem fengið hafa gist-
ingu í klaustri þessu á Rómför sinni.
Af öllu því nýstárlega, sem fyrir augun bar, þætti mér
liklegt, að Jóni Ögmundssyni hafi ekki þótt annað öllu
hugðnæmara en að kynnast klaustrunum, sem nú verða
i fyrsta skifti á vegi hans og hann þekti áður að eins af
afspurn og bókum. En klaustrin voru aðal-áningarstaðir
og gististaðir pílagríma og annara, er suður gengu, og
voru slikum Rómferlum sem pilagrímum góðar viðtökur
jafnar vísar í klaustrunum. Langmerkustu klaustrin á
þeim timum voru hin endurbættu Renediktsklaustur, er
fylgdu Kluný-reglu. Að sjálfsögðu hefir Jón Ögmundsson
orðið þess var, að sami andi var ekki ríkjandi í öllum
klaustrunum. Og eins og hann sjálfur kemur manni fyrir
sjónir í biskupsdómi síðar, fær það ekki dulist, að hann
hefir einmitt drukkið í sig Klúný-stefnuna og gerst henni
fylgjandi af hug og sál. Hann hefir ef til vill frá upphafi
verið hneigður til meinlátssemi, þótt ekki fari sögur af til-
hneigingu hans í þá átt fyr en hann kemur til stólsins.
En jafnframt var í honum mikið efni í ríkan veraldar-
höfðingja, eins og líka kom í Ijós síðar. En engir reglu-
menn höfðu meiri tök á að sameina þær andstæður en
einmitt Klúný-menn. Þótt þeir elskuðu meinlætið og lifðu
sparneytnislífi hinu mesta fyrir sjálfa sig, þá sýndu þeir
jafnan hina mestu höfðingslund og nær ótakmarkaða
veitingasemi við gesti og gangandi, er börðu að dyrum í
klaustrum þeirra. Gestrisnin var með höfuðdygðum talin
í klaustrum þeim, er »svartmunkar« bygðu. En svo var
annað höfuðeinkenni þessara klaustramanna af Klúný-
stefnunni: það var óvenju næm fegurðartilfinning, er bæði
lýsti sér í guðsþjónustum þeirra og í kirkjuhúsum þeirra,
hvernig til þeirra var vandað. Alt var gert til að fegra
guðsþjónustuna sem mest og gera hana sem allra hátið-
legasta og viðhafnarmesta. Og kirkjur þeirra voru skreyttar
á alla lund: ljósahjálmarnir voru prýddir gimsteinum,
sem geislaði út frá í allar áttir og veggirnir voru þaktir