Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 30
Prestaféiagsritið. Jón Ögmundsson. 25
hugsjónir sinar um heimsyfirdrotnan heilagrar kirkju.
Sennilega hefir víða verið nokkur æsing í mönnum út af
þessum aðgerðum. En ekki hermir saga Jóns biskups neitt
um afstöðu hans til þess, sem var að gerast í kringum
hann. Það má vel vera, að hann hafi horfið þar í píla-
grímsægnum, og ekki reynt neitt annað en vanalegir píla-
grímar reyndu þar syðra og kannske orðið þeirri stund
fegnastur, er hann gat aftur horfið þaðan. Vjer vitum alls
ekkert um neitt af þessu. Vafalaust hefir Gunnlaugur
munkur ekki heldur vitað neitt.
Að Jón hafi á heimleiðinni lagt leið sína um Frakk-
land verður að teljast vafalaust; enda er svo að sjá á
sögunni um samfundi þeirra Jóns og Sæmundar frænda
hans, að þeir hafi ekki hitst fyr en leið að lokum dvalar
Jóns þar í landi, og þá hafi Jón þegar verið búinn að
dvelja þar ærið lengi, með fram í því skyni að hafa upp
á frænda sinum. Auk þess var ekkert land í kristninni
þá, þar sem hin kirkjulega menning stóð með jafnmikl-
um blóma og á Frakklandi; en það var ekki sizt Klúný-
hreyfingunni að þakka. Miðstöð andlega lífsins var París.
Háskóli í þeim skilningi sem síðar varð, var að vísu enn
ekki kominn þar á fót, og komst ekki á fót fyr en um
og eftir 1200. En frá byrjun 11. aldar var i París fjöldi
óháðra mentastofnana með háskólasniði, sem þá lika há-
skólinn seinna myndaðist úr. Til Parísar leitaði fjöldi
lærðra manna, er hafði kenslustörf að atvinnu og þangað
streymdi þá líka mesti sægur námsmanna af öllum þjóð-
um, því að þjóðerni og tungur skiftu þar engu máli. Kensla
fór öll fram á latínu, sem allir lærðir menn þeirra tíma
skildu og var sem alþjóðatunga í hinum lærða heimi. Af
þeim lærdómsmönnum, er voru í París á þeim árum, sem
Jón Ögmundsson hefir getað verið þar, var aðsóknin einna
mest að Manegold nokkrum frá Elsass. Hann var ekki
aðeins sjálfur orðlagður lærdómsmaður, heldur fór og
mesta orð af konu hans og dætrum fyrir sakir lærdóms í
heimspekilegum fræðum, sem þær þá líka miðluðu af