Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 31
26
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
þeim konum öðrum, er þiggja vildu. Hafi Jón dvalist að-
allega í París, sem helzt mætti gera ráð fyrir, hefir hann
sennilega stundað nám við einhvern þessara lausaskóla.
En vitanlega hefir hann getað stundað nám annarstaðar,
t. a. m. í einhverjum klausturskóla utan höfuðborgarinn-
ar, því að á slíkum skólum var enginn hörgull víðsvegar
um land. Nafnkunnnastir þeirra voru klausturskólinn í
Bec í Normandíi, sem þeir höfðu gert frægastan lærdóms-
mennirnir Lanfrank og Anselmus, er báðir urðu síðar
erkibiskupar í Kantaraborg, dómskólarnir í Chartres, þar
sem Fulbert kendi, sá er kallaður var »Sókrates Frakka«,
og í Tours, þar sem Berengar kendi og dró að sjer fjölda
námsmanna, þótt varhugaverður þætti í skoðunum, sjer-
staklega á kvöldmáltíðinni. En aðalmeinið er, að vér vit-
um ekkert um það, hvar Jón hefir leitað sér fræðslu, og
verðum því með öllu að leiða hjá oss allar getur um það.
En líf hans hins vegar í biskupsdómi, svo sem því er
lýst, þykir bera þess ótvíræðar menjar, að öll guðrækni
hans og kirkjuleg lífsskoðun hafi verið mótuð af Klúný-
stefnunni.
Svo sem fyr greinir, er það eitt nefnt frægðarverka Jóns
Ögmundssonar í utanförinni, f heimildum vorum, að
»hann spandi út hingað með sjer Sæmund Sigfússoncc, er
lengi hafði verið utanlands svo að ekkert spurðist til hans.
Reyndar segir í einni af sögunum af Jóni biskupi (þeirri
yngstu), að »hann hafi fengið Sæmund uppspurðan og
hafði hann sunnan frá Róm með sjer út hingaðcc. En
vafalaust er þetta rangt. Er oss í því efni nógur vitnis-
burður Ara fróða, vinar Sæmundar og samtíðarmanns, er,
svo sem fyr er vikið að, segir, að Sæmundur hafi komið
frá Frakklandi. En hvar hann hefir dvalist þar vitum vjer
ekki. Af tröllasögu þeirri um útlausn hans, sem Gunn-
laugur munkur skýrir frá, verður ekkert ráðið. Svo mikils
þótti vert um lærdóm Sæmundar heima á ættjörð hans,
að ekki þótti minna mega heita, en að hann hefði sótt
hann í »svarta skólacc og þar að sumu leyti setið til fóta