Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 33
28
Jón Helgason:
PreitaféUgsrilið.
sér svo algerlega niður i lærdómsiðkanir sinar, að hann
gleymir móðurmáli sínu, og verður svo gersamlega írá sér
numinn af þvi að kynnast vísindunum um gang himin-
tunglanna, að hann gleymir föðurlandi sinu og enda skirn-
arnafni sínu, unz vini hans tekst að vekja hann til réttrar
sjálfsmeðvitundar með því að vekja endurminningu hins
umliðna í sálu hans — þessi maður verður siðar einn af
ágætustu og nafnfrægustu mönnum ættjarðar sinnar. Því
að þeir merkisviðburðir eru fljóttaldir í sögu samtiðar
hans á íslandi, sem Sæmundur Sigfússon sje ekki að ein-
hverju leyti við riðinn, enda báru allir hið bezta traust
til hans sökum óbugandi réttsýni hans og mikla lærdóms.
Og hvort sem hann heiir verið nokkuð eða ekkert riðinn
við söfnun Eddukvæðanna, sem kend eru við hann, þá
er hitt jafnskiljanlegt fyrir því, að síðari timar einmitt
eignuðu honum það verk, svo mikið orð sem fór af lær-
dómi hans. En í augum síðari tíma var lærdómur hans
svo gífurlegur, að ótrúlegt þótti, að hann hefði getað aflað
sér hans án »æðri hjálpar« — en þá »æðri hjálpa átti hann
sem fyr segir að hafa fengið frá sjálfum myrkrahöfðingj-
anum að launum fyrir að ánafna Satan sálu sina. Slikt
var að visu ekki eins dæmi um Sæmund. Úti í löndum
var það altítt á miðöldum, að afburða-lærdómur einstakra
manna var eignaður sérstökum áhrifum Satans, til launa
fyrir sálu hlutaðeigandi manns (svo var t. a. m. um hinn
óvenjumargfróða mann Jóhannes Pico frá Mirandola á 15.
öld). En jafnframt því sem þjóðtrúin lætur Sæmund hafa
selt Satan sálu sina, hefir hún þó séð um það, að hann í
öllum viðskiftum sinum við Satan bæri ávalt sigur úr
býtum.
Frá Frakklandi hafa vinirnir siðan haldið norður til
Danmerkur og þaðan til Noregs, til þess svo eftir nokkra
dvöl þar að halda út til íslands.
Frá þessari för norður eru þrjár munnmælasagnir
geymdar, allar fátækar að sögulegu gildi öðru en því,
hversu þær endurspegla skoðanir síðari tíma á Jóni bisk-