Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 36
Prestafélagsritið.
Jón Ögmundsson.
31
innar, þar eð þeir studdu hana fagurlega í sínum helgu
kenningum og mörgum öðrum farsællegum hlutum, þeim
er þeir miðluðu af sér öllum þeim mönnum, er þar voru
í nánd, eða þeirra heilræði vildu þykkjast eða þýðast«.
En þótt þeim frændum væri um marga hluti líkt farið
bæði í áhuga á bóklegum fræðum og þeim málum, er
lutu að embætti þeirra, hafa þeir þó á hinn bóginn verið
ærið ólíkir að öllu skapferli. Er svo að sjá, sem Sæ-
mundur hafi látið öll almenn mál meira tíl sín taka en
Jón, er aftur virðist hafa látið prestslegu störfin sitja í fyrir-
rúmi fyrir öllu, og látið trúar- og kirkjumálin meira til
sín taka en alþjóðleg mál. Jón virðist og hafa verið meira
hneigður fyrir líf í upplitningu (contemplatio), fyrir inn-
skoðunarlíf í andlegum hugleiðingum og bæn, og jafnvel
til meinlátssemi, eins og síðar kom á daginn í biskups-
dómi hans.
Þótt þess sé hvergi getið, mun mega gera ráð fyrir, að
milli þeirra Jóns og Sæmundar hafi Gissur átt að velja,
er til þess kom, að finna biskupsefni handa Norðlend-
ingum. Hugsanlegt er það að vísu, að Sæmundur hafi
átt kost á því að verða biskup, en fyrir einhverra hluta
sakir færst undan því. Þó mundi hitt ekki síður senni-
legt, að Gissur biskup hafi einmitt með hliðsjón á öllu
lundarfari Jóns Ögmundssonar álitið hann betur fallinn
til biskupsdóms og þvi valið hann. Að honum skjátlaðist
ekki í því vali, munum vér brátt sannfærast um, er vér
nú virðum fyrir oss Jón Ögmundsson á biskupsstóli.
Svo sem fyr er vikið að, hafði Sveini konungi Úlfssyni
verið það áhugamál, að koma á fót norrænum erkibisk-
upsstóli, til þess að leysa kirkjur Norðurlanda — og þá
fyrst og fremst dönsku kirkjuna, — undan umsjón og yfir-
stjórn hins norður-þýzka Brima-erkistóls. þó varð ekki
úr framkvæmd þeirrar hugmyndar fyr en árið 1104, árið
áður en Jón Ögmundsson var til biskups kjörinn. En
þessi breyting varð til þess, að gagnstætt því, sem verið