Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 37
32
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
hafði um þá feðga, ísleif og Gissur, sem báðir urðu að
fara til Þýzkalands til vígslutöku, þá gat Jón nú sótt sér
vígslu sína til Danmerkur til Össurar erkibiskups í Lundi.
Össur var sagður maður vel lærður og guðhræddur,
en enginn sérlegur atkvæðamaður. Glæsimenni var hann
ekkert, eftir vitnisburði samtíðarmanns, sem telur hann
bóndalegan í framgöngu. Um kirkjulega starfsemi Össurar er
annars fátt kunnugt. Össur biskup vígði alls fjóra íslenzka
biskupa: Jón Ögmundsson (29-/<- 1106), Þorlák Runólfsson
að Skálholti (28-/4. 1118), Ketil Þorsteinsson að Hólum (12’/*-
1122) og Magnús Einarsson að Skálholti (2S-/io. 1134).
Hann er og talinn frumkvöðull að því, að saminn var Krist-
inréttur hinn forni (1123). Ofurlitlu ljósi er brugðið yfir
manninn í frásögu þeirri í Jóns sögu, þar sem skýrt er frá
því, er Jón sem biskupsefni kemur til erkibiskups í Lundi,
þótt vafalítið sé sagan lítt sannsöguleg og í því skyni tilbúin,
að bregða dýrðarljóma yfir Jón biskup sem prýði kenni-
mannlegrar stéttar: Þegar Jón kemur í Lund, spyr hann,
að erkibiskup er genginn i kirkju að aftansöng með klerk-
um sínum. Hélt Jón þá þegar til kirkju með mönnum
sínum og nemur staðar fyrir utan kórinn, og var þá mjög
liðið á aftansönginn. Að honum loknum snýr biskupsefni
sér að einhverju nálægu hliðaraltari kirkjunnar og hefir
upp aftansöng sinn. Nú hafði erkibiskup bannað klerkum
sinum, er með honum voru í kór, að líta utar um tíðir að
nauðsynjalausu; hefir honum að likindum þótt það sýna
vöntun þeirrar alvöru og athygli, sem af klerkum yrði
að heimta við messuflutning. En þegar er Jón biskup
hefur upp aftansöng sinn með sinni fögru rödd, þá tekst
ekki betur til en svo, að erkibiskupi verður sú skissa á,
að brjóta sjálfur þau lög, er hann hafði sett, og líta utar.
Klerkar veittu þessu eftirtekt og gátu ekki á sér setið, og
benda erkibiskupi á. En honum varð ekki ráðafátt um
afsökunarefni. »Satt segið þér«, mælti hann, »en þó er
nú sök til, því að þvílíka rödd heyrði eg aldrei fyr af
nokkurs manns barka út ganga, og er þetta heldur engil-