Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 39
34
Jón Helgason:
Prestafélagsiilið..
lands, Hólum í Hjaltadal, og heíir hann vafalítið gert það
fyrir áeggjan Gissurar biskups, »trúandi því, að guð mundi
gefa honum fegri staðfestu í eilífri dýrð«. — Illugi var af
skagfirskum höfðingjaættum, afkomandi Hjalta þórðar-
sonar, er fyrstur bygði Hof í Hjaltadal, en Hólar voru
afbýli af höfuðjörðinni. — Mun sú ráðstöfun hafa verið
fastmælum bundin, meðan Jón Ögmundsson var i utanför
sinni til vígslutöku, því að þegar eftir útkomu sína hélt
hann norður til Hóla, sem nú verða smámsaman miðstöð
alls andlegs lífs norðanlands.
Á Hólum hafði þá alllengi verið kirkja. Hafði, að því
er virðist, Oxi Hjaltason fyrstur látið reisa þar kirkju,
sem þá taldist mesla kirkja á landi hér og prýðilega búin
í hverri grein. En sú kirkja hafði brunnið til kaldra kola
með öllu því, er í henni var. Síðan hafði þar verið gerð
ný kirkja. En ekki þótti hún svo vegleg, að talist gæti
samboðin biskupssetri, þ. e. sem dómkirkja. Það varð því
eitt hið fyrsta verk Jóns biskups, að láta brjóta ofan þá
kirkju og gera aðra veglegri. En kirkjuvið hafði Jón
biskup keypt erlendis og haft með sér hingað út. Til að
annast kirkjusmíðina fékk hann hagasta smiðinn, sem þá
var liér á landi, Þórodd Gamlason; en svo var hvast
næmi þessa trésmiðs, að þá er haun var að smíð sinni
og heyrði að verið var að kenna prestaefnum (klerkum)
latínu, þá »loddi honum það svo í eyrum, að hann varð
hinn mesti íþróttamaður í sagðri list«. Hefir kirkja þessi
verið stafakirkja með því lagi, sem á elztu tíð og fram
eftir öldum tíðkaðist í Noregi, og að öllu leyti hið veg-
legasta hús og prýðilegasta. Mun hún hafa staðið fram á
daga Jörundar biskups Þorsteinssonar, eða nærfelt 200 ár„
Að loknu kirkjusmíði lét biskup gera vandað skólahús
heima á slaðnum, vestur frá kirkjudyrum, því hann hafði
þegar byrjað skólahald á biskupssetrinu til undirbúnings
prestaefnum. Sjálfur gat biskup ekki veitt skóla sínum þá
forstöðu, sem þurfti með daglegu eflirliti, og fékk því til
þess gauzkan mann, Gísla Finnason, »einn hinn bezta